Handbolti

Tíu ís­lensk mörk er Magdeburg vann Melsungen

Aron Guðmundsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon í leik með Magdeburg.
Ómar Ingi Magnússon í leik með Magdeburg. Getty/Igor Kralj

Magdeburg hafði betur gegn Melsungen er liðin mættust í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur fjögurra marka sigur Magdeburgar, 31-27.

Topplið Magdeburgar var yfir nær allan leikinn og eftir því sem lið á byggði liðið upp forskot sem reyndist of stórt fyrir Magdeburg að brúa. Mest náði liðið sex marka forskoti. 

Fjórir Íslendingar tóku þátt í leik kvöldsins. Ómar Ingi Magnússon kom að sjö mörkum Magdeburgar, skoraði fimm og lagði upp tvö. Þá skoruðu Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson tvö mörk hvor fyrir Magdeburg. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir Melsungen í leiknum en Reynir Þór Stefánsson kom ekki við sögu.

Magdeburg er sem fyrr á toppi deildarinnar, nú með 29 stig og fjögurra stiga forskot og leik til góða á Lemgo í 2.sæti. Melsungen er í 7.sæti. 

Ýmir Örn Gíslason var einmitt í eldlínunni með Göppingen gegn Lemgo og þola sjö marka tap. Ýmir skoraði mark í leiknum en Göppingen er sem stendur í 10.sæti þýsku deildarinnar. 

Sömuleiðis skoraði Blær Hinriksson eitt mark fyrir Leipzig sem hafði betur gegn HSV, 29-27. Staða Leipzig skánar því aðeins en liðið er þó sem fyrr á botni deildarinnar með fimm stig, þremur stigum frá öruggu sæti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×