Hraðahindranir kosta Strætó 350 milljónir 4. júní 2010 06:30 Reynir Jónsson vill sjá færri hraðahindranir á höfuðborgarsvæðinu, en hver og ein tefur ferð strætisvagns um tuttugu sekúndur. Spurður um aðra kosti, svo sem rafbíla, segir hann enn sem komið er best að miða við hybrid-tækni. fréttablaðið/stefán Strætó bs. gæti haldið úti þjónustu fyrir hádegi á sunnudögum „og rúmlega það" ef hraðahindranir yrðu fjarlægðar af helstu akstursleiðum vagnanna. Það gæti sparað allt að tíu vagna í akstri. Framkvæmdastjóri Strætós segir þetta og bendir á að hvergi í Skandinavíu séu hraðahindranir á stofnleiðum vagnanna. Ekki hefur verið hægt að taka strætó á höfuðborgarsvæðinu, fyrir hádegi á sunnudögum, síðan í janúar 2009. Framkvæmdastjórinn, Reynir Jónsson, rifjar upp að í ljósi falls krónu og verðbólgu hafi fyrirtækið þá þurft allt að 350 milljónir króna til að halda þjónustu óbreyttri. Sveitarfélögin, sem standa að rekstri Strætós, veittu fyrirtækinu um hundrað milljónir. Strætó var svo sagt að hagræða upp í afganginn. „Okkur hugnast ekki að hafa enga þjónustu á þessum tíma. En við þurftum að standa vörð um þær leiðir sem flestir nýta," segir hann. Spurður nánar um fyrrgreint óhagræði af hraðahindrunum vísar hann í útreikninga um að hver hraðahindrun tefji strætisvagn um sirka tuttugu sekúndur, og kosti eldsneyti. „Þessir sunnudagsmorgnar myndu kosta á bilinu 120 til 140 milljónir á ári. Grófur heildarrekstrarkostnaður vagns er um 35 milljónir," segir hann. Miðað við tafirnar yrði tíu vagna sparnaður af því að hraðahindranir yrðu fjarlægðar, eða um 350 milljónir. „Það er því með ráðum gert að hafa engar hraðahindranir á strætóleiðum í Skandinavíu," segir hann. Mikill eldsneytiskostnaður fylgi því að koma bílum af stað eftir umferðarljós eða hraðahindranir. Því séu til að mynda bílar með blendingstækni, blöndu dísils og rafmagns, góður kostur fyrir Strætó. Þessir bílar nýta raforku, sem þeir búa til þegar bremsað er, í að koma sér af stað aftur. Þegar bíllinn er kominn á ferð tekur dísilakstur við. „Þessir bílar eru aðeins dýrari en venjulegir vagnar en mesta eldsneytiseyðslan og útblásturinn er þegar bíllinn fer af stað. Verðmunurinn næst aftur með eldsneytissparnaðinum." Því meira sem sé af hraðahindrunum, því betur borgi blendingsbílar sig.- kóþ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Strætó bs. gæti haldið úti þjónustu fyrir hádegi á sunnudögum „og rúmlega það" ef hraðahindranir yrðu fjarlægðar af helstu akstursleiðum vagnanna. Það gæti sparað allt að tíu vagna í akstri. Framkvæmdastjóri Strætós segir þetta og bendir á að hvergi í Skandinavíu séu hraðahindranir á stofnleiðum vagnanna. Ekki hefur verið hægt að taka strætó á höfuðborgarsvæðinu, fyrir hádegi á sunnudögum, síðan í janúar 2009. Framkvæmdastjórinn, Reynir Jónsson, rifjar upp að í ljósi falls krónu og verðbólgu hafi fyrirtækið þá þurft allt að 350 milljónir króna til að halda þjónustu óbreyttri. Sveitarfélögin, sem standa að rekstri Strætós, veittu fyrirtækinu um hundrað milljónir. Strætó var svo sagt að hagræða upp í afganginn. „Okkur hugnast ekki að hafa enga þjónustu á þessum tíma. En við þurftum að standa vörð um þær leiðir sem flestir nýta," segir hann. Spurður nánar um fyrrgreint óhagræði af hraðahindrunum vísar hann í útreikninga um að hver hraðahindrun tefji strætisvagn um sirka tuttugu sekúndur, og kosti eldsneyti. „Þessir sunnudagsmorgnar myndu kosta á bilinu 120 til 140 milljónir á ári. Grófur heildarrekstrarkostnaður vagns er um 35 milljónir," segir hann. Miðað við tafirnar yrði tíu vagna sparnaður af því að hraðahindranir yrðu fjarlægðar, eða um 350 milljónir. „Það er því með ráðum gert að hafa engar hraðahindranir á strætóleiðum í Skandinavíu," segir hann. Mikill eldsneytiskostnaður fylgi því að koma bílum af stað eftir umferðarljós eða hraðahindranir. Því séu til að mynda bílar með blendingstækni, blöndu dísils og rafmagns, góður kostur fyrir Strætó. Þessir bílar nýta raforku, sem þeir búa til þegar bremsað er, í að koma sér af stað aftur. Þegar bíllinn er kominn á ferð tekur dísilakstur við. „Þessir bílar eru aðeins dýrari en venjulegir vagnar en mesta eldsneytiseyðslan og útblásturinn er þegar bíllinn fer af stað. Verðmunurinn næst aftur með eldsneytissparnaðinum." Því meira sem sé af hraðahindrunum, því betur borgi blendingsbílar sig.- kóþ
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira