Innlent

Saka Íslendinga um ólögleg viðskipti með hvalkjöt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hvalur við Íslandsstrendur. Mynd/ AFP.
Hvalur við Íslandsstrendur. Mynd/ AFP.
Hvalaverndunarsamtökin WDCS segja að Íslendingar hafi brotið alþjóðasamþykktir með því að selja hvalkjöt til Danmerkur og Lettlands. Samtökin hafa gefið út skýrslu um hvalveiðar Íslendinga í ár og í fyrra. Þau segjast hafa aðgang að íslenskum leyniskjölum um málið.

Danska blaðið Berlingske Tidende segir að Íslendingar hafi áður flutt hvalkjöt til annarra hvalveiðiþjóða og geri það enn. Alþjóðasamfélagið hafi ekki fett fingur út í slík viðskipti. Hins vegar sé það ólöglegt samkvæmt svokölluðum CITES samningi að selja afurðir til þjóða sem ekki séu hvalveiðiþjóðir. CITES er samningur um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu.

Hvalafriðunarsamtökin saka Íslendinga um að hafa brotið samninginn með því að selja hvalaafurðir til Danmerkur í fyrra og til Lettlands í ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×