Enski boltinn

Hermann vill vera áfram hjá Portsmouth

Henry Birgir Gunnarssom skrifar

Íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson hefur gefið það út að hann vonist eftir því að fá nýjan samning hjá Portsmouth en núverandi samningur Hermanns við félagið rennur út í sumar.

Hermann er meiddur sem stendur og spilar ekki aftur fótbolta fyrr en í október. Þrátt fyrir það vonast hann til þess að vera áfram hjá félaginu en hann er afar vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins.

„Hermann mun snúa aftur og hann er ekki að hætta í fótbolta. Hann vonast til þess að snúa aftur í október eða nóvember. Ég tel að það væri sanngjarnt af Portsmouth að bjóða honum nýjan samning þar sem hann hefur gefið félaginu allt sem hann á," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Hermanns, við Sky Sports.

„Við höfum ekki fengið neitt tilboð enn sem komið er en Hermann vill vera hér áfram enda líkar honum vel í Portsmouth og hann elskar stuðningsmennina. Ég tel að hann geti spilað meðal þeirra bestu í 2-3 ár í viðbót."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×