Enski boltinn

Arshavin: Það væri toppurinn á ferlinum að komast til Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrei Arshavin.
Andrei Arshavin. Mynd/AFP
Andrei Arshavin hefur viðurkennt að hann dreymi um að spila með Barcelona í framtíðinni. Þessi skemmtilegi Rússi hefur verið Arsenal frá ferbúar 2009 þegar hann kom til liðsins frá Zenit St. Petersburg sem hafnaði þá lægra tilboði frá Barcelona.

„Það væri toppurinn á ferlinum að komast il Barcelona og fá að spila eitt tímabil með liðinu," sagði Andrei Arshavin i viðtali við rússneska blaðið Sport Express.

„Eftir að við í Arsenal mættum Barcelona í Meistaradeildinni þá varð ég samt vonsvikinn með að sjá það að spænska liðið var orðið miklu betra en önnur lið," sagði Arshavin og talaði um það að hann vildi frekar klára ferillinn heima í Rússlandi í stað þess að spila með miðlungsgóðu liði í Englandi.

„Ef ég þarf einhvern daginn að velja á milli miðlungsliðs í Englandi og spila með rússnesku meistaraliði þá færi ég frekar aftur til Rússlands," sagði Arshavin.

Arshavin hefur ekki enn unnið titil með Arsenal en félagið hefur ekki unnið titil síðan árið 2004.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×