Innlent

Spillingin felst í lánagjörningnum sjálfum

Indriði G. Þorláksson.
Indriði G. Þorláksson. Mynd/Anton Brink
Gróði eða tap þeirra sem fengu vildarlán í hinum föllnu bönkum hefur ekkert með það að gera hvort slík lán teljast vera spilling eða ekki. Það hvort lántakinn stendur að lokum uppi með gróða eða tap er ekki vottur um spillt eða óspillt samskipti en er eingöngu mælikvarði á hvort um var að ræða velheppnaða eða misheppnaða spillingu. Spillingin felst í lánagjörningnum sjálfum. Þetta segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra í grein á vefritinu Smugunni.

Indriði vísar í umfjöllun rannsóknarskýrslu Alþingis um lán til Alþingismanna, maka þeirra eða félaga og svo fjölmiðlamanna og félaga þeirra, þegar um háar fjárhæðir sé að ræða. Hann segir eðlilegt að rannsóknarnefndin kanni svona mál sérstaklega. Þau viðbrögð hafi komið fram gagnvart þessum upplýsingum rannsóknarnefndarinnar að ekki sé um ámælisverðan gjörning að ræða ef svo vilji til að lánþeginn hafi greitt lánið til baka eða hann eigi eignir til að gera það þannig að lánastofnunin hafi ekki orðið fyrir neinum skaða. Því hafi einnig haldið fram til málsbóta að lánþeginn hafi lagt féð í eignir sem eru orðnar verðlausar og hann hafi því ekki hagnast á viðskiptunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×