Innlent

Svíum er nokk sama um Icesave

Stokkhólmur. Mynd úr safni.
Stokkhólmur. Mynd úr safni.

Yfir helmingur Svía hafa enga skoðun á mögulegum endurgreiðslum Íslendinga vegna Icesave eða 55 prósent samkvæmt skoðanakönnun MMR sem var framkvæmd dagana 11. - 15. febrúar.

Af þeim Svíum sem hafa skoðun á málinu eru 79 prósent sem telja að Íslendingum beri annaðhvort að endurgreiða Bretum og Hollendingum að hluta til eða alls ekki.

9 prósent Svía telja rétt að Íslendingum verði gert að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu.

Heildarfjöldi svarenda voru 1031 einstaklingur.

Að sögn markaðsstjóra MMR, Ólafs Þórs Gylfasonar, þá stendur til að kanna afstöðu íbúa annarra landa. Könnunin er á vegum MMR og er ekki kostuð af einkaaðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×