Heiðra Keith Richards á 67 ára afmælisdaginn 18. desember 2010 12:00 Strákarnir í Stóns virða ekki fjöldatakmarkanir í lyftum.fréttablaðið/daníel Hljómsveitin Stóns flytur lög Rolling Stones og þykir gríðarlega öflug á því sviði. Hljómsveitin hyggst heiðra hinn ódrepandi Keith Richards í kvöld, en hann fagnar 67 ára afmælinu sínu í dag. „Keith Richards fæddist einmitt á laugardegi. Þannig að þetta smellur skemmtilega saman hjá okkur,“ segir hinn stimamjúki Birgir Ísleifur Gunnarsson, meðlimur Rolling Stones-ábreiðuhljómsveitarinnar Stóns. Stóns kemur fram á Sódómu í kvöld í tilefni af 67 ára afmæli Keith Richards – læknaundursins – gítarleikara Rolling Stones. Ýmsir reynsluboltar úr tónlistarheiminum eru í hljómsveitinni Stóns. Á meðal þeirra eru Björn Stefánsson, trommuleikari Mínuss, sem syngur. Hann býr nú í Danmörku þar sem hann leggur stund á nám í leiklist, en Birgir er ekki bjartsýnn á að hann klári námið. „Ég vona að hann útskrifist þaðan, að hann nái þessu,“ segir hann. „Bjössi er fastur í karakter Jaggers. Mér finnst það nánast vera kraftaverk ef kennararnir sleppa honum í gegn.“ Birgir segir hljómsveitina Stóns hafa lent í vandræðum með hegðun Bjössa á æfingum, sem er einstaklega sannfærandi í hlutverki Jaggers. „Þetta var skemmilegt til að byrja með, en það er erfitt þegar hann er algjörlega pikkfastur í þessu,“ segir Birgir. „Þetta reynir auðvitað á. Við lentum í veseni þegar við spiluðum í Mosfellsbæ. Það urðu deilur baksviðs og það munaði litlu að ég gengi úr bandinu.“ Bjarni M. Sigurðarson, gítarleikari Mínuss og Stóns, verður vafalaust stjarna kvöldsins, enda í hlutverki afmælisbarnsins. „Keith sjálfur gasprar ekki mikið – hann velur sér orðin,“ segir Birgir. „En það sem hann segir er mjög sniðugt. Bjarni er svipaður honum að því leyti.“ En hefur Bjarni þurft á blóðskiptiaðgerð að halda? „Hann er svo hrikalega ungur enn þá, miðað við Keith. Ég held að hann hafi ekki farið í fyrstu blóðskiptiaðgerðina fyrr en hann varð fertugur. Þannig að það sleppur enn þá.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Hljómsveitin Stóns flytur lög Rolling Stones og þykir gríðarlega öflug á því sviði. Hljómsveitin hyggst heiðra hinn ódrepandi Keith Richards í kvöld, en hann fagnar 67 ára afmælinu sínu í dag. „Keith Richards fæddist einmitt á laugardegi. Þannig að þetta smellur skemmtilega saman hjá okkur,“ segir hinn stimamjúki Birgir Ísleifur Gunnarsson, meðlimur Rolling Stones-ábreiðuhljómsveitarinnar Stóns. Stóns kemur fram á Sódómu í kvöld í tilefni af 67 ára afmæli Keith Richards – læknaundursins – gítarleikara Rolling Stones. Ýmsir reynsluboltar úr tónlistarheiminum eru í hljómsveitinni Stóns. Á meðal þeirra eru Björn Stefánsson, trommuleikari Mínuss, sem syngur. Hann býr nú í Danmörku þar sem hann leggur stund á nám í leiklist, en Birgir er ekki bjartsýnn á að hann klári námið. „Ég vona að hann útskrifist þaðan, að hann nái þessu,“ segir hann. „Bjössi er fastur í karakter Jaggers. Mér finnst það nánast vera kraftaverk ef kennararnir sleppa honum í gegn.“ Birgir segir hljómsveitina Stóns hafa lent í vandræðum með hegðun Bjössa á æfingum, sem er einstaklega sannfærandi í hlutverki Jaggers. „Þetta var skemmilegt til að byrja með, en það er erfitt þegar hann er algjörlega pikkfastur í þessu,“ segir Birgir. „Þetta reynir auðvitað á. Við lentum í veseni þegar við spiluðum í Mosfellsbæ. Það urðu deilur baksviðs og það munaði litlu að ég gengi úr bandinu.“ Bjarni M. Sigurðarson, gítarleikari Mínuss og Stóns, verður vafalaust stjarna kvöldsins, enda í hlutverki afmælisbarnsins. „Keith sjálfur gasprar ekki mikið – hann velur sér orðin,“ segir Birgir. „En það sem hann segir er mjög sniðugt. Bjarni er svipaður honum að því leyti.“ En hefur Bjarni þurft á blóðskiptiaðgerð að halda? „Hann er svo hrikalega ungur enn þá, miðað við Keith. Ég held að hann hafi ekki farið í fyrstu blóðskiptiaðgerðina fyrr en hann varð fertugur. Þannig að það sleppur enn þá.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira