Innlent

Eldur kviknaði í bílskúr á Álftanesi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eldur kviknaði í bílskúr á Álftanesi um hádegisbil í dag. Slökkviliðsmenn voru fljótir að mæta á staðinn og slökktu áður en stórtjón hlaust af.

Þá var slökkviliðið kallað að íbúðahúsnæði á Langholtsvegi í dag, en þar var 30 - 40 cm vatnslag á gólfi í kjallaranum eftir að heitavatnslögn hafði sprungið.

Þá var slökkviliðið kallað tvisvar sinnum á Landspítalann í morgun vegna gufu sem kom frá sturtum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×