Innlent

Svartsýnin viðvarandi í ár

Tæpur helmingur stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins reiknar með því að segja engum upp næsta hálfa árið. Fréttablaðið/GVA
Tæpur helmingur stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins reiknar með því að segja engum upp næsta hálfa árið. Fréttablaðið/GVA
Enginn stjórnandi í fjögur hundruð stærstu fyrirtækjum landsins telur aðstæður í íslensku efnahagslífi góðar um þessar mundir. Meirihluti þeirra, eða 92 prósent, telja aðstæðurnar slæmar og átta prósent telja þær hvorki góðar né slæmar.

Þetta er á meðal niðurstaðna í ársfjórðungslegri könnun Capacent Gallup á stöðu og horfum meðal stærstu fyrirtækja landsins, sem gerð var fyrir Samtök atvinnulífsins í samstarfi við fjármálaráðuneytið og Seðlabankann. Í könnuninni er reiknuð út vísitala efnahagslífsins og lá hún í núllinu nær allt nýliðið ár.

Í könnuninni kemur fram að 43 prósent stjórnenda telji aðstæður hér verða verri á næstu sex mánuðum en 39 prósent að þær verði óbreyttar. Aðeins átján prósent stjórnenda telja þær verða betri.

Þá reikna stjórnendur 37 prósent fyrirtækja með að fækka þurfi starfsfólki næsta hálfa árið en tæpur helmingur reiknar með því að halda óbreyttum starfsmannafjölda.

Samtök atvinnulífsins segja ljóst að þeir sem tekið hafi þátt í könnuninni finnist þess langt að bíða að botni kreppunnar hér verði náð. Skattahækkanir og skuldavandi, skortur á aðgerðum, framkvæmdum og fjárfestingum spili þar inn í og sé framtíðarsýnin dökk. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×