Enski boltinn

Rooney frá út tímabilið?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Ólíklegt er að Wayne Rooney leiki meira með Manchester United á tímabilnu. Framherjinn meiddist á nára á æfingu á fimmtudaginn.

Sir Alex Ferguson staðfesti þetta í dag. "Hann verður frá í tvær til þrjár vikur. Við munum skoða hvað við getum gert og augljóslega vill hann spila aftur sem fyrst. En við verðum bara að bíða og sjá," sagði Ferguson.

Stutt er síðan Rooney meiddist á ökkla og greindi Ferguson þá frá því að hann yrði frá í margar vikur. Hann var aftur á móti mættur í slaginn stuttu seinna og spurningin núna er hversu fljótur Rooney verður að ná sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×