Enski boltinn

Dossena: Benitez trompaðist eftir tapið í Flórens

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrea Dossena fagnar marki í leik með Liverpool.
Andrea Dossena fagnar marki í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Andrea Dossena var í ítarlegu viðtali við Tuttosport á Ítalíu um Rafael Benitez, fyrrum stjóra sinn hjá Liverpool, sem hefur að undanförnu sterklega verið orðaður við Juventus.

Dossena var hjá Liverpool frá 2008 þar til í janúar á þessu ár er hann gekk í raðir Napoli í heimalandinu.

Hann var beðinn um að lýsa Benitez sem knattspyrnustjóra og hans þjálfaraaðferðum. Dossena sagði að Benitez hugsaði mikið um leikskipulag og nýtti hverja mínútu sem hann hefði til þess.

„Hann er alltaf mjög skýr í búningsklefanum og kemur sér strax að efninu. Hann er mjög yfirvegaður og hann hækkar aldrei róminn."

Dossena sagðist hins vegar vita til þess að Benitez hafi einu sinni misst stjórn á skapi sínu.

„Það gerðist einu sinni en þá var ég ekki á staðnum. Fyrrum liðsfélagar mínir sögðu mér að Benitez hafi trompast í Flórens eftir að Liverpool tapaði fyrir Fiorentina í Meistaradeildinni."

En Dossena sagði að Benitez væri einnig mjög skipulagður. „Hann er duglegur að nota töfluna og sýnir okkur mikið af myndböndum. Hann er manískur þegar kemur að því að greina leikinn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×