Enski boltinn

Sir Alex: Sýndum stáltaugar okkar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Sir Alex Ferguson og Harry Redknapp eftir leikinn í dag.
Sir Alex Ferguson og Harry Redknapp eftir leikinn í dag. Getty
Manchester United komst aftur í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með 3-1 sigri á Tottenham á heimavelli. "Við spiluðum vel, það var mikilvægt, en mikilvægast var að við héldum ró okkar," sagði Sir Alex Ferguson í leikslok.

Eins og hefur þegar komið fram á Vísi í dag greindi Ferguson einnig frá því að Wayne Rooney yrði frá í tvær til þrjár vikur.

"Við sýndum stáltaugar, sem er frábært að gera á þessu stigi tímabilsins. Það er magnaður eiginleiki að hafa," sagði kampakátur stjórinn.

Harry Redknapp kollegi hans var ekki jafn sáttur. "Við spiluðum ekki jafn vel og við getum gert. Ekki einu sinni þegar það voru 10 mínútur eftir og við vorum í góðri stöðu til að taka stig frá Old Trafford. En við gáfum þeim tvö ódýr víti í dag. Við vörðumst ekki vel og það var okkur dýrt."

Manchester City mætir Arsenal seinna í dag og með sigri kemst City upp fyrir Tottenham í fjórða sætinu. "Fjórða sætið er enn á lausu. Þetta verður mjög þéttur pakki og ræðst ekki fyrr en í síðasta leiknum," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×