Ráðherra hafnar dómsdagsspá S&P 19. janúar 2010 04:15 Gylfi Magnússon Sérfræðingur matsfyrirtækisins Standard & Poor's sagði í viðtali við fréttaveituna Bloomberg í gær að raunhæfur möguleiki sé fyrir greiðslufalli íslenska ríkisins vegna óvissu um lyktir Icesave-deilunnar. Þessi hætta endurspeglist í hækkandi skuldatryggingarálagi sem komi til vegna óvissu um framtíð efnahagsaðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi. Það er Moritz Kraemer sem heldur þessu fram en hann er framkvæmdastjóri Evrópu-, Miðausturlanda- og Afríkudeildar matsfyrirtækisins sem var spurður um horfur í íslensku efnahagslífi. Í viðtalinu bætir hann svo gráu ofan á svart með því að spá upplausn í stjórnmálum hér á landi vegna málsins. Ástæða þessa alls er synjun forseta Íslands á Icesave-lögunum. Ákvörðun forsetans hafi dregið úr trú manna á gildi stjórnvaldsákvarðana á Íslandi. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa átt von á neikvæðum viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækjanna eftir að forsetinn tók sína ákvörðun. „Það hefur gengið eftir en breytir því hins vegar ekki að við erum afar ósátt við viðbrögð fyrirtækjanna og teljum raunar að öll efnisleg rök fyrir því að lánshæfismat ríkisins ætti að vera betra en það er núna. Við höfum reynt að koma þeim rökum á framfæri en það er við ramman reip að draga. En það breytir því ekki að sumt af þeirri gagnrýni sem þessi fyrirtæki hafa sett fram er réttmæt og við verðum að kyngja því," segir Gylfi. Spurður til hvers hann sé að vísa segir Gylfi það rétt að Ísland hafi sett niður sem viðsemjanda eftir synjun forsetans. „Ég er að tala um það þegar ríkisstjórnin leggur fram ákveðna lausn sem komið hefur verið í gegnum þingið, en síðan strandar hún á mjög óvæntan hátt á ákvörðun forsetans sem enginn gerði ráð fyrir." Gylfi sér ekki ástæðu til að halda að AGS leggi efnahagsáætlun fyrir Ísland á hilluna. „Hins vegar óttast ég mjög að það sama gerist nú og í fyrra þegar áætlunin tafðist mánuðum saman." Gylfi segir það þýða að allar áætlanir ríkisins riðlist, efnahagsbati verði hægari með tilheyrandi atvinnuleysi og fjárlög fari úr skorðum. svavar@frettabladid.is Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Sérfræðingur matsfyrirtækisins Standard & Poor's sagði í viðtali við fréttaveituna Bloomberg í gær að raunhæfur möguleiki sé fyrir greiðslufalli íslenska ríkisins vegna óvissu um lyktir Icesave-deilunnar. Þessi hætta endurspeglist í hækkandi skuldatryggingarálagi sem komi til vegna óvissu um framtíð efnahagsaðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi. Það er Moritz Kraemer sem heldur þessu fram en hann er framkvæmdastjóri Evrópu-, Miðausturlanda- og Afríkudeildar matsfyrirtækisins sem var spurður um horfur í íslensku efnahagslífi. Í viðtalinu bætir hann svo gráu ofan á svart með því að spá upplausn í stjórnmálum hér á landi vegna málsins. Ástæða þessa alls er synjun forseta Íslands á Icesave-lögunum. Ákvörðun forsetans hafi dregið úr trú manna á gildi stjórnvaldsákvarðana á Íslandi. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa átt von á neikvæðum viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækjanna eftir að forsetinn tók sína ákvörðun. „Það hefur gengið eftir en breytir því hins vegar ekki að við erum afar ósátt við viðbrögð fyrirtækjanna og teljum raunar að öll efnisleg rök fyrir því að lánshæfismat ríkisins ætti að vera betra en það er núna. Við höfum reynt að koma þeim rökum á framfæri en það er við ramman reip að draga. En það breytir því ekki að sumt af þeirri gagnrýni sem þessi fyrirtæki hafa sett fram er réttmæt og við verðum að kyngja því," segir Gylfi. Spurður til hvers hann sé að vísa segir Gylfi það rétt að Ísland hafi sett niður sem viðsemjanda eftir synjun forsetans. „Ég er að tala um það þegar ríkisstjórnin leggur fram ákveðna lausn sem komið hefur verið í gegnum þingið, en síðan strandar hún á mjög óvæntan hátt á ákvörðun forsetans sem enginn gerði ráð fyrir." Gylfi sér ekki ástæðu til að halda að AGS leggi efnahagsáætlun fyrir Ísland á hilluna. „Hins vegar óttast ég mjög að það sama gerist nú og í fyrra þegar áætlunin tafðist mánuðum saman." Gylfi segir það þýða að allar áætlanir ríkisins riðlist, efnahagsbati verði hægari með tilheyrandi atvinnuleysi og fjárlög fari úr skorðum. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira