Ráðherra hafnar dómsdagsspá S&P 19. janúar 2010 04:15 Gylfi Magnússon Sérfræðingur matsfyrirtækisins Standard & Poor's sagði í viðtali við fréttaveituna Bloomberg í gær að raunhæfur möguleiki sé fyrir greiðslufalli íslenska ríkisins vegna óvissu um lyktir Icesave-deilunnar. Þessi hætta endurspeglist í hækkandi skuldatryggingarálagi sem komi til vegna óvissu um framtíð efnahagsaðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi. Það er Moritz Kraemer sem heldur þessu fram en hann er framkvæmdastjóri Evrópu-, Miðausturlanda- og Afríkudeildar matsfyrirtækisins sem var spurður um horfur í íslensku efnahagslífi. Í viðtalinu bætir hann svo gráu ofan á svart með því að spá upplausn í stjórnmálum hér á landi vegna málsins. Ástæða þessa alls er synjun forseta Íslands á Icesave-lögunum. Ákvörðun forsetans hafi dregið úr trú manna á gildi stjórnvaldsákvarðana á Íslandi. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa átt von á neikvæðum viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækjanna eftir að forsetinn tók sína ákvörðun. „Það hefur gengið eftir en breytir því hins vegar ekki að við erum afar ósátt við viðbrögð fyrirtækjanna og teljum raunar að öll efnisleg rök fyrir því að lánshæfismat ríkisins ætti að vera betra en það er núna. Við höfum reynt að koma þeim rökum á framfæri en það er við ramman reip að draga. En það breytir því ekki að sumt af þeirri gagnrýni sem þessi fyrirtæki hafa sett fram er réttmæt og við verðum að kyngja því," segir Gylfi. Spurður til hvers hann sé að vísa segir Gylfi það rétt að Ísland hafi sett niður sem viðsemjanda eftir synjun forsetans. „Ég er að tala um það þegar ríkisstjórnin leggur fram ákveðna lausn sem komið hefur verið í gegnum þingið, en síðan strandar hún á mjög óvæntan hátt á ákvörðun forsetans sem enginn gerði ráð fyrir." Gylfi sér ekki ástæðu til að halda að AGS leggi efnahagsáætlun fyrir Ísland á hilluna. „Hins vegar óttast ég mjög að það sama gerist nú og í fyrra þegar áætlunin tafðist mánuðum saman." Gylfi segir það þýða að allar áætlanir ríkisins riðlist, efnahagsbati verði hægari með tilheyrandi atvinnuleysi og fjárlög fari úr skorðum. svavar@frettabladid.is Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Sérfræðingur matsfyrirtækisins Standard & Poor's sagði í viðtali við fréttaveituna Bloomberg í gær að raunhæfur möguleiki sé fyrir greiðslufalli íslenska ríkisins vegna óvissu um lyktir Icesave-deilunnar. Þessi hætta endurspeglist í hækkandi skuldatryggingarálagi sem komi til vegna óvissu um framtíð efnahagsaðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi. Það er Moritz Kraemer sem heldur þessu fram en hann er framkvæmdastjóri Evrópu-, Miðausturlanda- og Afríkudeildar matsfyrirtækisins sem var spurður um horfur í íslensku efnahagslífi. Í viðtalinu bætir hann svo gráu ofan á svart með því að spá upplausn í stjórnmálum hér á landi vegna málsins. Ástæða þessa alls er synjun forseta Íslands á Icesave-lögunum. Ákvörðun forsetans hafi dregið úr trú manna á gildi stjórnvaldsákvarðana á Íslandi. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa átt von á neikvæðum viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækjanna eftir að forsetinn tók sína ákvörðun. „Það hefur gengið eftir en breytir því hins vegar ekki að við erum afar ósátt við viðbrögð fyrirtækjanna og teljum raunar að öll efnisleg rök fyrir því að lánshæfismat ríkisins ætti að vera betra en það er núna. Við höfum reynt að koma þeim rökum á framfæri en það er við ramman reip að draga. En það breytir því ekki að sumt af þeirri gagnrýni sem þessi fyrirtæki hafa sett fram er réttmæt og við verðum að kyngja því," segir Gylfi. Spurður til hvers hann sé að vísa segir Gylfi það rétt að Ísland hafi sett niður sem viðsemjanda eftir synjun forsetans. „Ég er að tala um það þegar ríkisstjórnin leggur fram ákveðna lausn sem komið hefur verið í gegnum þingið, en síðan strandar hún á mjög óvæntan hátt á ákvörðun forsetans sem enginn gerði ráð fyrir." Gylfi sér ekki ástæðu til að halda að AGS leggi efnahagsáætlun fyrir Ísland á hilluna. „Hins vegar óttast ég mjög að það sama gerist nú og í fyrra þegar áætlunin tafðist mánuðum saman." Gylfi segir það þýða að allar áætlanir ríkisins riðlist, efnahagsbati verði hægari með tilheyrandi atvinnuleysi og fjárlög fari úr skorðum. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira