Ráðherra hafnar dómsdagsspá S&P 19. janúar 2010 04:15 Gylfi Magnússon Sérfræðingur matsfyrirtækisins Standard & Poor's sagði í viðtali við fréttaveituna Bloomberg í gær að raunhæfur möguleiki sé fyrir greiðslufalli íslenska ríkisins vegna óvissu um lyktir Icesave-deilunnar. Þessi hætta endurspeglist í hækkandi skuldatryggingarálagi sem komi til vegna óvissu um framtíð efnahagsaðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi. Það er Moritz Kraemer sem heldur þessu fram en hann er framkvæmdastjóri Evrópu-, Miðausturlanda- og Afríkudeildar matsfyrirtækisins sem var spurður um horfur í íslensku efnahagslífi. Í viðtalinu bætir hann svo gráu ofan á svart með því að spá upplausn í stjórnmálum hér á landi vegna málsins. Ástæða þessa alls er synjun forseta Íslands á Icesave-lögunum. Ákvörðun forsetans hafi dregið úr trú manna á gildi stjórnvaldsákvarðana á Íslandi. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa átt von á neikvæðum viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækjanna eftir að forsetinn tók sína ákvörðun. „Það hefur gengið eftir en breytir því hins vegar ekki að við erum afar ósátt við viðbrögð fyrirtækjanna og teljum raunar að öll efnisleg rök fyrir því að lánshæfismat ríkisins ætti að vera betra en það er núna. Við höfum reynt að koma þeim rökum á framfæri en það er við ramman reip að draga. En það breytir því ekki að sumt af þeirri gagnrýni sem þessi fyrirtæki hafa sett fram er réttmæt og við verðum að kyngja því," segir Gylfi. Spurður til hvers hann sé að vísa segir Gylfi það rétt að Ísland hafi sett niður sem viðsemjanda eftir synjun forsetans. „Ég er að tala um það þegar ríkisstjórnin leggur fram ákveðna lausn sem komið hefur verið í gegnum þingið, en síðan strandar hún á mjög óvæntan hátt á ákvörðun forsetans sem enginn gerði ráð fyrir." Gylfi sér ekki ástæðu til að halda að AGS leggi efnahagsáætlun fyrir Ísland á hilluna. „Hins vegar óttast ég mjög að það sama gerist nú og í fyrra þegar áætlunin tafðist mánuðum saman." Gylfi segir það þýða að allar áætlanir ríkisins riðlist, efnahagsbati verði hægari með tilheyrandi atvinnuleysi og fjárlög fari úr skorðum. svavar@frettabladid.is Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Sérfræðingur matsfyrirtækisins Standard & Poor's sagði í viðtali við fréttaveituna Bloomberg í gær að raunhæfur möguleiki sé fyrir greiðslufalli íslenska ríkisins vegna óvissu um lyktir Icesave-deilunnar. Þessi hætta endurspeglist í hækkandi skuldatryggingarálagi sem komi til vegna óvissu um framtíð efnahagsaðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi. Það er Moritz Kraemer sem heldur þessu fram en hann er framkvæmdastjóri Evrópu-, Miðausturlanda- og Afríkudeildar matsfyrirtækisins sem var spurður um horfur í íslensku efnahagslífi. Í viðtalinu bætir hann svo gráu ofan á svart með því að spá upplausn í stjórnmálum hér á landi vegna málsins. Ástæða þessa alls er synjun forseta Íslands á Icesave-lögunum. Ákvörðun forsetans hafi dregið úr trú manna á gildi stjórnvaldsákvarðana á Íslandi. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa átt von á neikvæðum viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækjanna eftir að forsetinn tók sína ákvörðun. „Það hefur gengið eftir en breytir því hins vegar ekki að við erum afar ósátt við viðbrögð fyrirtækjanna og teljum raunar að öll efnisleg rök fyrir því að lánshæfismat ríkisins ætti að vera betra en það er núna. Við höfum reynt að koma þeim rökum á framfæri en það er við ramman reip að draga. En það breytir því ekki að sumt af þeirri gagnrýni sem þessi fyrirtæki hafa sett fram er réttmæt og við verðum að kyngja því," segir Gylfi. Spurður til hvers hann sé að vísa segir Gylfi það rétt að Ísland hafi sett niður sem viðsemjanda eftir synjun forsetans. „Ég er að tala um það þegar ríkisstjórnin leggur fram ákveðna lausn sem komið hefur verið í gegnum þingið, en síðan strandar hún á mjög óvæntan hátt á ákvörðun forsetans sem enginn gerði ráð fyrir." Gylfi sér ekki ástæðu til að halda að AGS leggi efnahagsáætlun fyrir Ísland á hilluna. „Hins vegar óttast ég mjög að það sama gerist nú og í fyrra þegar áætlunin tafðist mánuðum saman." Gylfi segir það þýða að allar áætlanir ríkisins riðlist, efnahagsbati verði hægari með tilheyrandi atvinnuleysi og fjárlög fari úr skorðum. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira