Mótmæla að Domus stækki án þess að bílastæðum fjölgi 19. janúar 2010 06:00 Domus Medica Eigendur hússins segja þörf á að bæta þjónustuna með auknu rými en nágrannarnir óttast bílastæðaöngþveiti þar sem ekki sé gert ráð fyrir fjölgun bílastæða.Fréttablaðið/GVA „Til þess að mæta kröfum tímans um aukið þjónusturými er óskað eftir aukningu byggingarmagns,“ segir í umsókn Domus Medica sem vill fá heimild til að byggja 2.200 fermetra þjónustubyggingu og 3.000 fermetra bílageymslu við læknamiðstöðina á Egilsgötu. Bæði eigandi Heilsuverndarstöðvarinnar gömlu og íbúar á Egilsgötu mótmæla þessum áformum. Í dag eru 117 bílastæði við Domus en þau verða aðeins 114 eftir breytinguna, þar af 88 í nýju bílastæðahúsi. Þorsteinn Steingrímsson segir fyrir hönd Heilsuverndarstöðvarinnar á Barónsstíg að stæðin við Domus þyrftu að vera 400 til 425 nú þegar. Þetta kemur fram í bréfi Þorsteins til skipulagsyfirvalda. Hann segir borgina geta bakað sér skaðabótaskyldu og áskilur sér rétt til að gera slíka kröfu. „Það er ósk okkar að borgaryfirvöld kalli alla eignaraðila á þessu svæði á fund og freisti þess að koma góðum lausnum áleiðis en ekki pukra í sínu horni og eyðileggja fyrir nágrönnum og borgarbúum öllum,“ skrifar Þorsteinn og bendir á að lausn geti falist í sameiginlegu bílastæðahúsi á lóðum Heilsuverndarstöðvarinnar, Domus Medica og Droplaugarstaða. Teikning af því húsi hafi þegar legið mánuðum saman hjá skipulagsyfirvöldum. Í bréfi nokkurra íbúa við Egilsgötu segir að byggðin þar hafi í áratugi verið kaffærð með stórbyggingum. „Ekki er boðlegt að borgaryfirvöld þvingi okkur enn frekar með stækkun Domus,“ skrifa íbúarnir. Aðrir íbúar við Egilsgötu lýsa yfir áhyggjum af sprengingum á byggingartímanum og áskilja sér rétt til skaðabóta verði hús þeirra fyrir skemmdum. Enn aðrir íbúar segja í sínu bréfi að þeir geti ekki hugsað þá hugsun til enda að bæta eigi 2.200 fermetra þjónusturými við Domus án þess að fjölga bílastæðum. „Við höfum öll liðið fyrir „þunga“ starfsemi Domus Medica á umliðnum árum og gríðarlegan bílastæðaskort,“ skrifa íbúarnir. Hverfisráð Miðborgar fagnar hins vegar að fækka eigi bílastæðum við Egilsgötu og gera önnur neðanjarðar. Einnig því að aðalinngangur eigi að vera frá Snorrabraut í stað Egilsgötu. Hverfisráðið gerir þó athugasemd við að útlit nýbyggingarinnar virðist ekki eiga að taka mið af húsinu sem fyrir er. Tillaga Domus Medica er nú til skoðunar hjá formanni skipulagsráðs Reykjavíkur. Ekki mun vera ætlunin að ráðast í þessar framkvæmdir í núverandi efnahagsástandi. gar@frettabladid.is Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
„Til þess að mæta kröfum tímans um aukið þjónusturými er óskað eftir aukningu byggingarmagns,“ segir í umsókn Domus Medica sem vill fá heimild til að byggja 2.200 fermetra þjónustubyggingu og 3.000 fermetra bílageymslu við læknamiðstöðina á Egilsgötu. Bæði eigandi Heilsuverndarstöðvarinnar gömlu og íbúar á Egilsgötu mótmæla þessum áformum. Í dag eru 117 bílastæði við Domus en þau verða aðeins 114 eftir breytinguna, þar af 88 í nýju bílastæðahúsi. Þorsteinn Steingrímsson segir fyrir hönd Heilsuverndarstöðvarinnar á Barónsstíg að stæðin við Domus þyrftu að vera 400 til 425 nú þegar. Þetta kemur fram í bréfi Þorsteins til skipulagsyfirvalda. Hann segir borgina geta bakað sér skaðabótaskyldu og áskilur sér rétt til að gera slíka kröfu. „Það er ósk okkar að borgaryfirvöld kalli alla eignaraðila á þessu svæði á fund og freisti þess að koma góðum lausnum áleiðis en ekki pukra í sínu horni og eyðileggja fyrir nágrönnum og borgarbúum öllum,“ skrifar Þorsteinn og bendir á að lausn geti falist í sameiginlegu bílastæðahúsi á lóðum Heilsuverndarstöðvarinnar, Domus Medica og Droplaugarstaða. Teikning af því húsi hafi þegar legið mánuðum saman hjá skipulagsyfirvöldum. Í bréfi nokkurra íbúa við Egilsgötu segir að byggðin þar hafi í áratugi verið kaffærð með stórbyggingum. „Ekki er boðlegt að borgaryfirvöld þvingi okkur enn frekar með stækkun Domus,“ skrifa íbúarnir. Aðrir íbúar við Egilsgötu lýsa yfir áhyggjum af sprengingum á byggingartímanum og áskilja sér rétt til skaðabóta verði hús þeirra fyrir skemmdum. Enn aðrir íbúar segja í sínu bréfi að þeir geti ekki hugsað þá hugsun til enda að bæta eigi 2.200 fermetra þjónusturými við Domus án þess að fjölga bílastæðum. „Við höfum öll liðið fyrir „þunga“ starfsemi Domus Medica á umliðnum árum og gríðarlegan bílastæðaskort,“ skrifa íbúarnir. Hverfisráð Miðborgar fagnar hins vegar að fækka eigi bílastæðum við Egilsgötu og gera önnur neðanjarðar. Einnig því að aðalinngangur eigi að vera frá Snorrabraut í stað Egilsgötu. Hverfisráðið gerir þó athugasemd við að útlit nýbyggingarinnar virðist ekki eiga að taka mið af húsinu sem fyrir er. Tillaga Domus Medica er nú til skoðunar hjá formanni skipulagsráðs Reykjavíkur. Ekki mun vera ætlunin að ráðast í þessar framkvæmdir í núverandi efnahagsástandi. gar@frettabladid.is
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira