Innlent

Kristinn Andersen vill annað sæti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristinn Andersen.
Kristinn Andersen.
Kristinn Andersen, verkfræðingur og rannsóknastjóri hjá Marel, gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor. Kristinn svarar þar kalli eftir nýju fólki úr atvinnulífinu að stjórn bæjarfélagsins. Hann hefur jafnframt starfað um árabil innan Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og verið í forystu í starfi hans þar.

Í tilkynningu frá Kristni kemur fram að hann telji mikilvægt að góðum tökum sé náð á fjármálum Hafnarfjarðarbæjar. Gætt verði hófs í álögum og gjöldum á íbúa og fyrirtæki bæjarins, enda sé svigrúm þeirra til athafna forsenda fyrir endurreisn efnahagslífsins. Hafnarfjörður eigi fjölmörg tækifæri í atvinnulífi, auðlindum og mannauði, sem mikilvægt verði að virkja og hvetja til dáða á komandi árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×