Íslenski boltinn

Tonny Mawejje lék allan leikinn í sigri Úganda

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Tonny Mawejje lék vel með Úganda í gær.
Tonny Mawejje lék vel með Úganda í gær. Mynd/Valli

Tonny Mawejje, leikmaður ÍBV í Pepsi-deild karla, lék allan leikinn í öruggum sigri Úganda gegn Angóla, 0-3, í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Afríkukeppninnar í gær.

Andrew Mashwingwa, sem lék með ÍBV á síðasta tímabili, var einnig í liði Úganda og skoraði meðal annars annað mark liðsins í síðari hálfleik eftir seinagang í vörn Angóla.

Þetta var fyrsti leikur Úganda í riðlakeppni Afríkukeppninnar en lokakeppnin fer fram í Gíneu og Gabon árið 2012. Úganda leikur einnig með Kenýu og Gíneu Bissau í riðli. Alls er leikið í ellefu riðlum í undankeppni Afríkukeppninnar þar sem efsta liðið úr hverjum riðli tryggir sér sæti í lokakeppninni ásamt þeim þremur liðinum sem eru með bestan árangur í öðru sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×