Innlent

Suðurlandsvegur opinn - rólegt hjá lögreglunni á Hvolsvelli

Slökkvliðsmenn smúla þökin fyrir bændur undir Eyjafjallajökli.
Slökkvliðsmenn smúla þökin fyrir bændur undir Eyjafjallajökli.

Það hefur verið rólegt hjá lögreglunni á Hvolsvelli í dag en Suðurlandsvegur er opinn almennri umferð.

Vegfarendur eru engu að síður beðnir að sýna fyllstu aðgát, bæði vegna ösku og vegna þess að aðeins er um bráðabirgðaviðgerð á veginum að ræða.

Ef blaut aska er á vegi getur orðið mjög hált.

Að sögn lögreglunnar er beðið átekta vegna eldgossins sem hefur verið stöðugt. Þá hefur rignt nokkuð á svæðinu og askan því orðin að drullu bændum til mikilla ama.

Sjálfboðaliðar auk slökkviliðsmanna hafa aðstoðað bændur á svæðinu við að þrífa öskuna á svæðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×