Íslenski boltinn

Halldór Hermann: Finnst greinilega gott að skora á móti Keflavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Hermann í baráttunni í kvöld.
Halldór Hermann í baráttunni í kvöld. Mynd/Valli
Halldór Hermann Jónsson virðist ætla að halda þeirri venju að skora á móti Keflavík á Laugardalsvelliinum. Hann skoraði tvö mörk í 5-0 stórsigri í fyrra og fyrra mark Fram í 2-1 sigri í kvöld. Þetta eru einu deildarmörkin sem hann hefur skorað á á þessum tveimur tímabilum.

„Mér finnst greinilega gott að skora á móti Keflavík. Ég er búinn að skora í síðustu tveimur heimaleikjum á móti Keflavík og mér líður bara vel með það," sagði Halldór Hermann eftir leikinn.

„Þetta var flottur sigur hjá okkur. Við vorum að spila botlanum vel, búa til flottar sóknir og berjast út um allan völl. Þetta var svolítið barningur í dag en þetta voru flottar aðstæður, við spiluðum bara eftir því og uppskárum sigur," sagði Halldór Hermann en skoraði með laglegu skoti fyrir utan teig þar sem hann nýtti sér bleytuna á vellinum vel.

„Tölfræðilega er möguleiki á fjórða sætinu ef KR-ingar fara eitthvað að misstíga sig en við reynum bara að klára okkar leiki og sjá þá hvar við verðum í lokin. Við reynum bara að hala inn stigum í þessum síðustu leikjum," sagði Halldór Hermann að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×