Aganefnd KSÍ mun taka fyrir frétt sem birtist á heimasíðu KR í síðustu viku. Þar kom fram að KR treysti ekki Erlendi Eiríkssyni knattspyrnudómara. Þetta kom fram á Fótbolti.net.
KR-ingar voru óánægðir með vinnubrögð Erlends í bikarúrslitaleik liðsins gegn FH í síðusta mánuði. Erlendur var svo settur á leik ÍBV og KR sem fór fram í gær en fréttin birtist í aðdraganda þess leiks.
Aganefnd KSÍ kemur saman á vikulegum fundi á morgun.