Innlent

British Museum: Ekki útilokað að taflmennirnir séu íslenskir

Ingimar Karl Helgason skrifar
Guðmundur G. Þórarinsson ræðir við dr. Ervin Finkel  um uppruna taflmannanna á ráðstefnu í Skotlandi um helgina.
Guðmundur G. Þórarinsson ræðir við dr. Ervin Finkel um uppruna taflmannanna á ráðstefnu í Skotlandi um helgina.
Talskona breska þjóðminjasafnsins, British Museum, útilokar ekki að taflmennirnir 93, sem skornir voru úr rostungstönnum á 12. öld, séu íslenskir. Flestir mannanna eru geymdir í safninu, en 11 þeirra á skosku safni.

Jón G. Friðjónsson, prófessor í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands, segir það óhrekjanlega staðreynd að orðið biskup í tengslum við skák, sé eldra í íslensku máli en í ensku. Það muni um tvö hundruð árum á dæmum um orðið í íslenskum handritum og elsta dæmi um orðið í þessari merkingu í enskri tungu. Munurinn sé líklega meiri í ljósi þess að í íslensku handriti komi fyrir orðið biskupsmát; að orðið í tengslum við skák sé notað í samsettu orði gefi til kynna að orðið hafi verið lengi í tungunni.

Málið snýst um níutíu og þrjá taflmenn, sem skornir voru úr rostungstönnum á tólftu öld. Þeir fundust í Suðureyjum á þarsíðustu öld, en erlendir fræðimenn hafa margir talið að þeir séu norskir að uppruna.

Biskup, ekki hlaupari



Guðmundur G. Þórarsinsson, verkfræðingur, telur hins vegar að þeir séu íslenskir, og nefnir því til stuðnings að biskupinn á taflborðinu sé kirkjulegur, það sé nýtt á þessum tíma. Þá vísar hann til aldurs dæma um orðið biskup tengt skák, en í öðrum norðurlandamálum, og þýsku, er samsvarandi orð yfir taflmanninn „hlaupari". Guðmudur fjallaði um þetta á málstofu um taflmennina í Skotlandi um helgina.





Gætu verið íslenskir
Taflmennirnir fundust á eynni Lewis, Ljóðhúsum, í Suðureyjum, árið 1831. Þeir gætu hafa legið þar í sandi frá því um 1200.
Mennirnir eru flestir geymdir í British museum. Haft er eftir talskonu safnsins í dagblaðinu the Scotsman að safnið telji líklegt að mennirnir hafi orðið til í Noregi, en vissulega sé möguleiki á að þeir hafi verið búnir til hérlendis.

Íslendingar fluttu út einhyrningshorn


Helgi Guðmundsson prófessor, hefur sagt kenninguna um norskan uppruna taflmannanna vera ágiskun. Eins líklegt sé að þeir hafi verið gerðir hérlendis eða á Grænlandi; en þaðan var mikil verslun á þessum tíma; meðal annars með rostungstennur og afurðir úr þeim, og náhvalstennur sem seldar hafa verið sem einhyrningshorn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×