British Museum: Ekki útilokað að taflmennirnir séu íslenskir Ingimar Karl Helgason skrifar 13. september 2010 14:06 Guðmundur G. Þórarinsson ræðir við dr. Ervin Finkel um uppruna taflmannanna á ráðstefnu í Skotlandi um helgina. Talskona breska þjóðminjasafnsins, British Museum, útilokar ekki að taflmennirnir 93, sem skornir voru úr rostungstönnum á 12. öld, séu íslenskir. Flestir mannanna eru geymdir í safninu, en 11 þeirra á skosku safni. Jón G. Friðjónsson, prófessor í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands, segir það óhrekjanlega staðreynd að orðið biskup í tengslum við skák, sé eldra í íslensku máli en í ensku. Það muni um tvö hundruð árum á dæmum um orðið í íslenskum handritum og elsta dæmi um orðið í þessari merkingu í enskri tungu. Munurinn sé líklega meiri í ljósi þess að í íslensku handriti komi fyrir orðið biskupsmát; að orðið í tengslum við skák sé notað í samsettu orði gefi til kynna að orðið hafi verið lengi í tungunni. Málið snýst um níutíu og þrjá taflmenn, sem skornir voru úr rostungstönnum á tólftu öld. Þeir fundust í Suðureyjum á þarsíðustu öld, en erlendir fræðimenn hafa margir talið að þeir séu norskir að uppruna.Biskup, ekki hlaupari Guðmundur G. Þórarsinsson, verkfræðingur, telur hins vegar að þeir séu íslenskir, og nefnir því til stuðnings að biskupinn á taflborðinu sé kirkjulegur, það sé nýtt á þessum tíma. Þá vísar hann til aldurs dæma um orðið biskup tengt skák, en í öðrum norðurlandamálum, og þýsku, er samsvarandi orð yfir taflmanninn „hlaupari". Guðmudur fjallaði um þetta á málstofu um taflmennina í Skotlandi um helgina. Gætu verið íslenskirTaflmennirnir fundust á eynni Lewis, Ljóðhúsum, í Suðureyjum, árið 1831. Þeir gætu hafa legið þar í sandi frá því um 1200.Mennirnir eru flestir geymdir í British museum. Haft er eftir talskonu safnsins í dagblaðinu the Scotsman að safnið telji líklegt að mennirnir hafi orðið til í Noregi, en vissulega sé möguleiki á að þeir hafi verið búnir til hérlendis. Íslendingar fluttu út einhyrningshorn Helgi Guðmundsson prófessor, hefur sagt kenninguna um norskan uppruna taflmannanna vera ágiskun. Eins líklegt sé að þeir hafi verið gerðir hérlendis eða á Grænlandi; en þaðan var mikil verslun á þessum tíma; meðal annars með rostungstennur og afurðir úr þeim, og náhvalstennur sem seldar hafa verið sem einhyrningshorn. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
Talskona breska þjóðminjasafnsins, British Museum, útilokar ekki að taflmennirnir 93, sem skornir voru úr rostungstönnum á 12. öld, séu íslenskir. Flestir mannanna eru geymdir í safninu, en 11 þeirra á skosku safni. Jón G. Friðjónsson, prófessor í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands, segir það óhrekjanlega staðreynd að orðið biskup í tengslum við skák, sé eldra í íslensku máli en í ensku. Það muni um tvö hundruð árum á dæmum um orðið í íslenskum handritum og elsta dæmi um orðið í þessari merkingu í enskri tungu. Munurinn sé líklega meiri í ljósi þess að í íslensku handriti komi fyrir orðið biskupsmát; að orðið í tengslum við skák sé notað í samsettu orði gefi til kynna að orðið hafi verið lengi í tungunni. Málið snýst um níutíu og þrjá taflmenn, sem skornir voru úr rostungstönnum á tólftu öld. Þeir fundust í Suðureyjum á þarsíðustu öld, en erlendir fræðimenn hafa margir talið að þeir séu norskir að uppruna.Biskup, ekki hlaupari Guðmundur G. Þórarsinsson, verkfræðingur, telur hins vegar að þeir séu íslenskir, og nefnir því til stuðnings að biskupinn á taflborðinu sé kirkjulegur, það sé nýtt á þessum tíma. Þá vísar hann til aldurs dæma um orðið biskup tengt skák, en í öðrum norðurlandamálum, og þýsku, er samsvarandi orð yfir taflmanninn „hlaupari". Guðmudur fjallaði um þetta á málstofu um taflmennina í Skotlandi um helgina. Gætu verið íslenskirTaflmennirnir fundust á eynni Lewis, Ljóðhúsum, í Suðureyjum, árið 1831. Þeir gætu hafa legið þar í sandi frá því um 1200.Mennirnir eru flestir geymdir í British museum. Haft er eftir talskonu safnsins í dagblaðinu the Scotsman að safnið telji líklegt að mennirnir hafi orðið til í Noregi, en vissulega sé möguleiki á að þeir hafi verið búnir til hérlendis. Íslendingar fluttu út einhyrningshorn Helgi Guðmundsson prófessor, hefur sagt kenninguna um norskan uppruna taflmannanna vera ágiskun. Eins líklegt sé að þeir hafi verið gerðir hérlendis eða á Grænlandi; en þaðan var mikil verslun á þessum tíma; meðal annars með rostungstennur og afurðir úr þeim, og náhvalstennur sem seldar hafa verið sem einhyrningshorn.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira