Íslenski boltinn

Willum Þór: Gerðum barnaleg mistök í sigurmarkinu þeirra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur.
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Stefán
Það gengur lítið hjá Willum Þór Þórssyni og lærisveinum hans í Keflavík þessa daganna og það breyttist ekkert við sextán daga frí. Keflavík tapaði sínum fjórða leik af síðustu fimm þegar liðið lá 1-2 á móti Fram í lokaleik 19. umferðar Pepsi-deildarinnar á Laugardalsvellinum í kvöld.

„Það var óþarfi að tapa þessum leik. Mér fannst við vera undir á miðsvæðinu í fyrri hálfleik en við spiluðum ágætlega og færðum boltann í gegnum liðið. Við þurftum að vera skarpari í baráttunni. Þeir eru baráttuglaðir og vinnusamir inn á miðjunni sérstaklega. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik og við spiluðum fínan leik en þá gerum við barnaleg mistök," sagði Willum um sigurmark Almarrs Omarssonar.

„Við afhendum þeim boltann þegar lá ekert á og því fór sem fór. Þessi leikur gat dottið hvorum megin sem var," sagði Willum Þór sem var ósáttur með sína menn í sigurmarkinu en af hverju fékk Almarr svona mikinn tíma til að skora markið sem skildi á milli liðanna? "Bakvörðurinn okkar gefur á hann boltann og þá var leiðin opin í gegn," sagði Willum Þór.

„Við ætluðum að hoppa upp um þrjú sæti í þessum tveimur leikjum sem við áttum á þremur dögum. Við verðum bara að anda með nefinu og mæta almennilega á móti Val sem er á hörkusiglingu," sagði Willum Þór að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×