Íslenski boltinn

Kristján: Búnir að sýna að við erum með fínt lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli
„Þetta var mjög góður og verðskuldaður sigur hjá okkur," sagði Kristján Hauksson, fyrirliði Fram eftir 2-1 sigur á Keflavík í lokaleik 19. umferðar Pepsi-deildar karla á Laugardalsvellinum í kvöld.

„Það var ekkert annað inn í myndinni hjá okkur en að snúa þessu slæma gengi við um mitt mót. Ég held að við séum búnir að sýna það að við erum með fínt lið," sagði Kristján en Fram er nú búið að vinna þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað fimm af sex leikjum þar á undan.

„Við misstum menn í meiðsli og annað. Nú er allir heilir og enginn í banni og það er hluti af þessu líka. Það er gaman þegar það gengur vel," sagði Kristján.

„Það var samt algjör klaufaskapur að fá á okkur þetta jöfnunarmark og það gerði okkur erfitt fyrir. Mér fannst þetta þó aðeins vera spurning um það í seinni hálfleik hvenær markið kæmi. Mér fannst við alltaf hættulegri og við erum sáttir með þetta," sagði Kristján.

„Það er mikil vinnsla í liðinu og það hefur alltaf verið. Það skilaði þremur stigum í dag," sagði Krisján en sigurmark Almarrs Ormarssonar kom eftir hápressu liðsins á varnarlínu Keflavíkur sem endaði með að Fram vann boltann á hættulegum stað.

„Við ætlum að reyna að komast eins ofarlega og hægt er. Við munum alltaf ná upp stemmningu í þessum leikjum sem eftir eru því maður er að spila fyrir klúbbinn og það er nóg," sagði Kristján að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×