Enski boltinn

Kuyt æfði með Liverpool í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benitez og Kuyt á æfingu Liverpool í dag.
Benitez og Kuyt á æfingu Liverpool í dag. Nordic Photos / Getty Images

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort þeir Dirk Kuyt og David Ngog geti spilað með liðinu gegn Atletico Madrid í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.

Benitez hefur átt í miklum vandræðum með sóknarmenn sína en Fernando Torres spilar ekki meira með liðinu á tímabilinu þar sem hann gekkst nýverið undir aðgerð á hné. Kuyt hefur verið meiddur á kálfa og Ngog verið slæmur í baki.

„Kuyt æfði ekki í gær en tók þátt í léttri æfingu í dag," sagði Benitez á heimasíðu Liverpool. „Það verður ákvörðun tekin á morgun um framhaldið. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur en við munum ekki tefla á tvær hættur með hann."

„Það sama á við um Ngog. Við munum sjá til hvernig honum gengur í dag og sjá svo til."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×