Innlent

Öllu innanlandsflugi frestað

Reykjavíkurflugvöllur. Vonast er innanlandsflug geti hafist eftir hádegi.
Reykjavíkurflugvöllur. Vonast er innanlandsflug geti hafist eftir hádegi.
Öllu innanlandsflugi Flugfélags Ísands hefur verið frestað fram yfir hádegi en þá verða aðstæður kannaðar nánar. Sömu sögu er að segja hjá Flugfélaginu Erni og er þetta vegna eldfjallaösku í loftrými Reykjavíkurflugvallar. Hinsvegar þykja nú góðar horfur á að innanlandsflug geti hafist eftir hádegi.

Ekkert flug var um Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem loftrými vallarins var lokað. Snemma í morgun voru vonir bundnar við að hann myndi opnast um hádegi og þá kæmu strax nokkrar vélar að utan, en nú er komin upp óvissa um það. Þrjár flugvélar Icelandair lentu með skömmu millibili á Akureyrarflugvelli upp úr klukkan eitt í nótt og var mikið annríki á vellinum. Farþegar fóru með rútubílum til Reykjavíkur. Vélarnar fara líklega allar til meginlands Evrópu fyrir hádegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×