Innlent

Bifhjólaslysum fækkar

Bifhjólaslysum hefur fækkað umtalsvert miðað við árið 2008. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Bifhjólaslysum hefur fækkað umtalsvert miðað við árið 2008. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.

Slysum þar sem bifhjól koma við sögu fækkar umtalsvert árið 2009 borið saman við árið 2008. Þetta kemur m.a. fram í slysaskýrslu Umferðarstofu fyrir árið 2009. Heildarfjöldi slasaðra og látinna fer úr 107 niður í 89 en þetta er 16,8% fækkun.

Í þessum tölum er samanlagður fjöldi lítið slasaðra, alvarlega slasaðra og látinna sem voru á léttum og þungum bifhjólum. Árið áður hafði hinsvegar samanlagður fjöldi slasaðra og látinna bifhjólamanna fjölgað um 18,9%. Það hefur því náðst umtalsverður árangur í fækkun bifhjólaslysa.

Það má ætla að fækkun slysa á bifhjólamönnum er fyrst og fremst því að þakka að betri ökumenn eru nú á götum og vegum landsins en áður. Að baki því liggur m.a. öflugt eftirlit og aðhald lögreglu og ekki hvað síst fræðsla og áróður sem lögð hefur verið sérstök áhersla á undanfarin ár.

Einnig hefur verið sköpuð aðstaða til æfinga akstursíþrótta á bifhjólum eins og æfingaaðstaða Road Race deildar akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar er dæmi um. Ætla má að með því hafi hraðaksturs í einhverjum tilfellum verið færður inn á örugg æfingasvæði fjarri almennri umferð. Auk þessa má nefna að í dag eru bílstjórar almennt betur meðvitaðir um að bifhjólamenn eru ríkir þátttakendur í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×