Innlent

Aska á bílum á Hvolsvelli

Undir Eyjafjöllum um síðustu helgi. Mynd/Pjetur
Undir Eyjafjöllum um síðustu helgi. Mynd/Pjetur
Aska frá eldgosinu í Eyjafjallajökli er vel merkjanleg á bílum á Hvolsvelli og gætir aðeins á Hellu þar sem gosmökkinn leggur leggur til vesturs og suðvesturs af eldstöðinni. Jarðvísindamenn segja að engin merki séu um að gosinu sé að ljúka og engin merki eru um breytingar undir Kötlu.

Loftrýmin umhverfis Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli eru lokuð fyrir blindflugi til klukkan eitt eftir hádegi, þannig að eftir það geta millilandaflugvélar lent þar og farið þaðan. Egilsstaða- og Akureyrarflugvellir eru opnir allri flugumferð.

Í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna eru vegfarendur um Suðurlandsveg, þjóðveg 1, beðnir um að sýna fyllstu aðgát í nánd við gosstöðvarnar. Blaut aska geti verið á veginum og því geti orðið mjög hált. Auk þess hafi aðeins verið gerð bráðabirgðaviðgerð á veginum og geti skapað hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×