Íslenski boltinn

KR-ingar treysta ekki Erlendi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Greinin á heimasíðu kr.is
Greinin á heimasíðu kr.is

Það er áhugaverð grein á heimasíðu KR í dag, kr.is. Þar er verið að skrifa um þá staðreynd að Erlendur Eiríksson eigi að dæma stórleik ÍBV og KR um helgina.

Erlendur er ekki hátt skrifaður hjá stuðningsmönnum KR en þeim fannst halla verulega á sitt lið í bikarúrslitaleiknum gegn FH. KR-ingar vilja meina að það séu óeðlileg tengls á milli Erlends og FH sem hafi átt að leiða til þess að annar maður hefði átt að dæma bikarúrslitaleikinn.

Í greininni í dag segja KR-ingar að þeir hreinlega treysti ekki Erlendi:

"Við treystum Erlendi ekki, svo það sé á hreinu. Við vissum ekki af tengslum hans við FH fyrr en eftir bikarúrslitaleikinn í síðasta mánuði. Tengslin eru að okkar mati þess eðlis að Erlendur, eða KSÍ, áttu að gera okkur grein fyrir þeim, þó ekki væri nema í nafni háttvísinnar.

 Vegna tengslanna hefði hæfi hans eða vanhæfi átt að koma til skoðunar. Það skal áréttað hér að hæfi eða vanhæfi hefur ekkert með hæfni eða færni að gera heldur það að hlutlægni og heilindi séu hafin yfir vafa."

Greinina má lesa í heild sinni hér. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×