Svipaður fjöldi klamydíutilfella í ár og í fyrra 26. október 2010 04:00 Margir einkennalausir Klamydía er kynsjúkdómur sem helst kemur upp hjá yngra fólki. Nordic photos/Getty Aukinn fjöldi greindra klamydíutilfella árið 2009 skýrist af nýrri aðferð til greininga sem tekin var í notkun á sýklafræðideild Landspítalans. „Samkvæmt niðurstöðum rannsókna er nýja aðferðin næmari en aðferðin sem var áður notuð,“ segir í nýútkomnum Farsóttafréttum Landlæknisembættisins. „Allt bendir því til að aukning greindra klamydíutilfella á síðastliðnu ári stafi af bættum greiningaraðferðum en ekki sé um að ræða raunverulega aukningu á klamydíusmiti í samfélaginu. Fjöldi greindra tilfella og hlutfall jákvæðra sýna í maímánuði á þessu ári er svipaður mánaðarlegum fjölda tilfella í maí á síðasta ári,“ segir í ritinu. Fram kemur að klamydíusýking greinist oftar í konum en körlum og að konur séu að jafnaði yngri en karlar þegar þær smitast af klamydíu. „Sýkingin er algengust í konum á aldrinum 15 til 19 ára en flestir karlmenn sýkjast á aldrinum 20 til 24 ára. Klamydíusýkingar eru hins vegar afar fátíðar meðal karla og kvenna sem yngri eru en 15 ára og eldri en 40 ára.“ Helstu einkenni klamydíusýkingar eru sögð vera sviði við þvaglát og útferð, en stór hluti þeirra sem sýkjast sé einkennalaus. „Klamydíusýkingar geta valdið bólgu í eggjaleiðurum með fylgjandi ófrjósemi hjá konum. Bólgur í eistalyppum hjá körlum, sem geta valdið ófrjósemi, eru vel þekktar en eru sjaldséðari en fylgikvillar hjá konum.“ - óká Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
Aukinn fjöldi greindra klamydíutilfella árið 2009 skýrist af nýrri aðferð til greininga sem tekin var í notkun á sýklafræðideild Landspítalans. „Samkvæmt niðurstöðum rannsókna er nýja aðferðin næmari en aðferðin sem var áður notuð,“ segir í nýútkomnum Farsóttafréttum Landlæknisembættisins. „Allt bendir því til að aukning greindra klamydíutilfella á síðastliðnu ári stafi af bættum greiningaraðferðum en ekki sé um að ræða raunverulega aukningu á klamydíusmiti í samfélaginu. Fjöldi greindra tilfella og hlutfall jákvæðra sýna í maímánuði á þessu ári er svipaður mánaðarlegum fjölda tilfella í maí á síðasta ári,“ segir í ritinu. Fram kemur að klamydíusýking greinist oftar í konum en körlum og að konur séu að jafnaði yngri en karlar þegar þær smitast af klamydíu. „Sýkingin er algengust í konum á aldrinum 15 til 19 ára en flestir karlmenn sýkjast á aldrinum 20 til 24 ára. Klamydíusýkingar eru hins vegar afar fátíðar meðal karla og kvenna sem yngri eru en 15 ára og eldri en 40 ára.“ Helstu einkenni klamydíusýkingar eru sögð vera sviði við þvaglát og útferð, en stór hluti þeirra sem sýkjast sé einkennalaus. „Klamydíusýkingar geta valdið bólgu í eggjaleiðurum með fylgjandi ófrjósemi hjá konum. Bólgur í eistalyppum hjá körlum, sem geta valdið ófrjósemi, eru vel þekktar en eru sjaldséðari en fylgikvillar hjá konum.“ - óká
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira