Íslenski boltinn

Bjarni: Dapur titill að vera bestir í miðjunni

Ari Erlingsson skrifar
Bjarni Jóhannson þjálfari Stjörnumanna var skiljanlega ósáttur við útreiðina sem sínir menn fengu gegn frískum Valsmönnum. Vildi Bjarni kenna um sendingavandræðum sinna manna auk þess miðjumoð sinna manna gæti hafa sest í hausinn á strákunum.

„Þetta var erfitt en við reyndum nú satt og vorum þó á fullu, kannski ekki hægt að saka mína menn um leti. Við vorum bara í sendingarvandræðum í fyrri hálfleik og fengum því á okkur hvert hraðaupphlaupið á færu öðru. Við fengum strangan vítaspyrnudóm á okkur og það fór í taugarnar á okkur. Héldum því miður ekki haus í kjölfarið. Þetta var svo orðið hálf vonlaust eftir rauða spjaldið hans Jóhanns og þeir kláruðu þetta endanlega í lokin með tveimur mörkum.

Við auðvitað sjáum allir hvernig staðan er í deildinni og það er heldur dapur titill að vera keppast um það að vera bestir í miðjunni og því eiga menn kannski erfiðara með að mótivera sig. Auðvitað verðum að reyna að klára þetta mót með stæl og taka okkur saman í andlitinu eftir þessa útreið.

Þrátt fyrir þennan skell getum við verið ánægðir með sumarið. Við erum núna fyrir miðju deildar og erum líklegast ekkert að fara mikið upp né niður úr því sem komið er. Við getum litið á það þannig að við séum að skrifa smá sögu hjá Stjörnunni. Erum að halda okkur í deildinni tvö ár í röð sem er ágætt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×