Innlent

Leikskólabörn í grunnskólann

Elstu nemendurnir fara fyrr yfir í Víðistaðaskóla og leikskólabörn koma í staðinn.
Elstu nemendurnir fara fyrr yfir í Víðistaðaskóla og leikskólabörn koma í staðinn.
Leikskóli verður í Engidalsskóla í Hafnarfirði frá næsta hausti ef tillaga þess efnis verður ofan á eftir umræðu sem nú fer fram um skólastarfið í norðurbæ Hafnarfjarðar. Efstu bekkirnir í Engidalsskóla, sem nú nær upp í sjöunda bekk, myndu þá flytjast yfir í Víðistaðaskóla sem nær frá fyrsta upp í tíunda bekk.

Lúðvík Geirsson bæjarstjóri kveður stefnt að niðurstöðu síðar í mánuðinum. Hann bendir á að nemendum í Engidalsskóla hafi fækkað mikið og stefni að óbreyttu að þeir verði aðeins um tvö hundruð næsta haust. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×