Innlent

Gosáhugamenn streyma um vegina

Hraun hefur nú hætt að streyma úr fyrstu sprungunni sem opnaðist við Eyjafjallajökul og sú seinni hefur þrengst í einn gíg. Fréttablaðið/Pjetur
Hraun hefur nú hætt að streyma úr fyrstu sprungunni sem opnaðist við Eyjafjallajökul og sú seinni hefur þrengst í einn gíg. Fréttablaðið/Pjetur
Umferð um Hvolsvöll var tvöfalt meiri um nýafstaðna páska en árið áður. Umferðarmælir vestan við Hvolsvöll sýndi 11.999 ferðir frá skírdegi til annars í páskum í fyrra. Í ár voru ferðirnar þessa fimm daga 25.979, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Leiða má að því líkur að aukin umferð skrifist á áhuga fólks á eldgosinu við Fimmvörðuháls.Mest er aukning umferðarinnar fyrstu fjóra dagana. Sem dæmi má nefna að á skírdag í fyrra ók 2.631 bifreið um þjóðveginn vestan Hvolsvallar meðan teljarinn í ár sýndi 6.242 ökutæki. Þar munar 137 prósentum.

Umferðin um þennan vegarkafla frá skírdegi til páskadags jókst um 143,4 prósent milli ára. Á annan í páskum var hins vegar lítið meiri umferð en í fyrra. Væntanlega spilar þar veðurfar inn í en eftir tiltölulega stillt og bjart veður dagana fyrir og um páska snerist veðurfar til hins verra á annan í páskum. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×