Enski boltinn

James Milner efstur á innkaupalista Manchester City í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Milner og Martin O'Neill.
James Milner og Martin O'Neill. Mynd/AP
James Milner hefur spilað vel fyrir Aston Villa í vetur og það gæti orðið erfitt fyrir stjórann Martin O'Neill að verjast áhuga stóru liðanna. Guardian segir frá því að Milner sé nú efstur á innkaupalista Manchester City í sumar.

Aston Villa keypti James Milner á 12 milljónir punda frá Newcastle United fyrir tveimur árum og það er búist við því að Manchester City þurfa í það minnsta að punga út tvöfaldri þeirri upphæð fyrir Milner sem er 24 ára gamall.

Milner á tvö ár eftir af samningi sínum og fær 45 þúsund pund í laun á viku sem er um 8,7 milljónir íslenskra króna. Því er spáð að City myndi bjóða honum allt að 16 milljónir íslenskra króna í vikulaun sem gæti verið erfitt fyrir hann að hafna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×