Enski boltinn

Benayoun: Draumur að koma til Chelsea

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Hinn þrítugi Yossi Benayoun hefur skrifað undir þriggja ára samning við Chelsea. Hann kemur frá Liverpool og er kaupverðið talið nema um sex milljónum punda.

Benayoun vildi fá að spila meira en hann gerði hjá Liverpool og telur sig eiga möguleika á því hjá Chelsea.

"Ég er mjög spenntur að vera kominn til Chelsea, þetta er stórt félag og draumur hvers leikmanns. Vonandi náum við góðum árangri," sagði Benayoun.

Benayoun hélt aldrei föstu byrjunarliðssæti hjá Liverpool en stóð sig oftar en ekki vel þegar hann fékk tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×