Enski boltinn

Benayoun skrifar undir í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benayoun fagnar marki í leik með Liverpool.
Benayoun fagnar marki í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar fullyrða að Yossi Benayoun muni í dag skrifa undir fjögurra ára samning við Englandsmeistara Chelsea.

Benayoun hefur verið á mála hjá Liverpool og er kaupverðið sagt nema um 5,5 milljónum punda.

Eitt af fyrstu verkum Roy Hodgson hjá Liverpool var að gefa grænt ljós á að selja Benayoun frá félaginu.

Benayoun hefur verið hjá Liverpool síðan 2007 en hann var þar áður í tvö ár hjá West Ham. Hann er 30 ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×