Erlent

Clinton heilsast vel

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var fluttur með hraði á sjúkrahús í New York í gærkvöld með verk fyrir brjósti. Þar fór hann í aðgerð þar sem kransæð var víkkuð. Hún heppnaðist vel og heilsast Clinton ágætlega.

Forsetinn fyrrverandi er sextíu og þriggja ára. Hann fór í umfangsmikla hjartaaðgerð fyrir sex árum á sama sjúkrahúsi. Clinton var kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 1992 og endurkjörinn fjórum árum síðar. Nýverið tók hann að sér verkefni sem sérstakur erindreki fyrir Sameinuðu þjóðirnar varðandi málefni Haítí og er sagður hafa lagt hart að sér við það verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×