Fótbolti

Kostnaður FIFA við HM hækkar enn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Green Point leikvangurinn í Höfðaborg, glænýr og þræl ódýr.
Green Point leikvangurinn í Höfðaborg, glænýr og þræl ódýr. Getty Images
Maðurinn sem stýrir HM fyrir hönd FIFA, Jerome Valcke, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Sléttur mánuður er í að keppni hefst í Suður Afríku en til þess að allt yrði klárt þurfti 100 milljónir dollara í aukafjárveitingu.

Það eru 67 milljónir punda en samkvæmt BBC hefur aukafjárveiting FIFA við keppnina farið úr 282 milljónum punda í 349 milljónir. Auka peningarnir núna fóru í að klára svæðin sem liðin dvelja á tilbúin.

Valcke sagði þó að FIFA myndi hala inn 2.1 billjón pundum á mótinu og það væri því nóg eftir. Inni í því er allur kostnaður sem fer til Suður-Afríku sem nemur allt að 800 milljón pundum.

Það sem verður í afgang fer í að halda námskeið hjá hinum ýmsu knattspyrnusamböndum.

Samtals kostnaður Suður Afríku er síðan um 3,5 billjónir punda. Inni í þeim tölum eru byggingar leikvanga, nýjar samgönguæðar og ýmislegt fleira.

Nokkur lönd, meðal annars England með Fabio Capello í broddi fylkingar, höfðu kvartað yfir lélegri aðstöðu, aðallega ástandi æfingavalla. Hann, sem og aðrir, eru því ánægðir með fréttirnar en Capello er sagður vera mjög sáttur með breytingarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×