Innlent

Íslenskar konur lausar úr haldi í Bretlandi

Tveimur ungum íslenskum konum sem setið hafa í fangelsi í Bretlandi frá því í júlí í fyrra hefur verið sleppt úr haldi. Þær tældu mann í íbúð í Lundúnum þar sem átta menn biðu hans og börðu hann og rændu.

Konurnar voru færðar fyrir dómara í gær og játuðu þá aðild sína að málinu. Þær voru dæmdar í 18 mánaða fangelsi sem þýðir að þær eru frjálsar ferða sinna því þær hafa þegar setið í Holloway kvennafangelsinu í 300 daga.

Þær voru handteknar í Norhamton síðasta sumar eftir að hafa verið á flótta undan lögreglunni.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×