Innlent

Engin formleg höfnun borist í máli Sigurðar

MYND/ANTON

Breska lögreglan hefur ekki hafnað handtöku Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, formlega. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að beiðni sérstaks saksóknara um að Sigurður yrði handtekinn og framseldur til Íslands hefði verið hafnað vegna þess að íslensk stjórnvöld væru ekki búin að lögfesta evrópusamning um handtöku og framsal grunaðra og dæmdra manna.

Haft er eftir Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, í Frétttablaðinu að í gildi sé annar framsalsamningur við Breta sem hafi áður verið beitt. Hafni bretar hins vegar beiðni sérstaks saksóknara sé þeim eftir sem áður skylt að veita íslendingum réttaraðstoð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×