HS Orka vill hærra verð 23. ágúst 2010 06:45 HS orka hitaveita suðurnesja reykjanes Bæjaryfirvöld í Grindavík og Hafnarfirði hafa ekki lokið breytingum á aðal- og deiliskipulagi á Reykjanesi og í Krýsuvík. Það tefur fyrir fyrirhuguðum tilraunaborunum og raforkuframleiðslu HS Orku. Hægst hefur á framkvæmdum við byggingu álversins í Helguvík af þessum sökum. Þrjú ár eru síðan HS Orka fór fram á breytingu á aðal- og deiliskipulagi á svæðinu. Samningar standa nú yfir á milli HS Orku og Norðuráls um sölu á raforku til álversins í Helguvík. Viðræður hafa staðið yfir í ár en gengið rólega upp á síðkastið. „Ég vil ekki gefa þessu nafn eða kalla þetta uppnám. Það er verið að reyna að lenda þessu. En málið verður slegið út af borðinu ef engin leyfi fást,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku. Eftir því sem næst verður komist hefur kostnaður HS Orku hækkað mikið upp á síðkastið og hefur það áhrif á arðsemiskröfu fyrirtækisins. Það hefur leitt til þess að nú er samið um hærra raforkuverð til álversins en áður hafði verið rætt um. „Í samningum á sínum tíma var rætt um lágmarksarðsemi. En allur kostnaður hækkaði við hrunið,“ segir Júlíus. Forstjóri HS Orku segir tafir á aðal- og deiliskipulagi á fyrirhuguðu virkjanasvæði hafa keðjuverkandi áhrif. Erfitt sé að ljúka samningum þegar orka sé ekki til staðar fyrir álverið. Því til viðbótar hafi Orkustofnun enn ekki veitt leyfi til tilraunaborana og stækkun á virkjun HS Orku á Reykjanesi. Vonast er til að leyfi til stækkunar skili sér í næsta mánuði. Ekki liggur fyrir hvenær aðal- og deiliskipulag á fyrirhuguðu virkjanasvæði liggur fyrir en vonast er til að tilraunaboranir hefjist á næsta ári. Tafirnar hafa valdið því að fjármögnun HS Orku er ekki tryggð. „Þegar rætt er við fjárfesta án leyfa er lítið hægt að gera,“ segir Júlíus. Þegar útlit var fyrir að tafir yrðu á afhendingu raforku til álversins í Helguvík fyrr á árinu hægðist á framkvæmdum þar og hafa þær verið með rólegasta móti í sumar. Ekki náðist í Ragnar Guðmundsson, forstjóra Norðuráls, við vinnslu fréttarinnar í gær.- jab Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Grindavík og Hafnarfirði hafa ekki lokið breytingum á aðal- og deiliskipulagi á Reykjanesi og í Krýsuvík. Það tefur fyrir fyrirhuguðum tilraunaborunum og raforkuframleiðslu HS Orku. Hægst hefur á framkvæmdum við byggingu álversins í Helguvík af þessum sökum. Þrjú ár eru síðan HS Orka fór fram á breytingu á aðal- og deiliskipulagi á svæðinu. Samningar standa nú yfir á milli HS Orku og Norðuráls um sölu á raforku til álversins í Helguvík. Viðræður hafa staðið yfir í ár en gengið rólega upp á síðkastið. „Ég vil ekki gefa þessu nafn eða kalla þetta uppnám. Það er verið að reyna að lenda þessu. En málið verður slegið út af borðinu ef engin leyfi fást,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku. Eftir því sem næst verður komist hefur kostnaður HS Orku hækkað mikið upp á síðkastið og hefur það áhrif á arðsemiskröfu fyrirtækisins. Það hefur leitt til þess að nú er samið um hærra raforkuverð til álversins en áður hafði verið rætt um. „Í samningum á sínum tíma var rætt um lágmarksarðsemi. En allur kostnaður hækkaði við hrunið,“ segir Júlíus. Forstjóri HS Orku segir tafir á aðal- og deiliskipulagi á fyrirhuguðu virkjanasvæði hafa keðjuverkandi áhrif. Erfitt sé að ljúka samningum þegar orka sé ekki til staðar fyrir álverið. Því til viðbótar hafi Orkustofnun enn ekki veitt leyfi til tilraunaborana og stækkun á virkjun HS Orku á Reykjanesi. Vonast er til að leyfi til stækkunar skili sér í næsta mánuði. Ekki liggur fyrir hvenær aðal- og deiliskipulag á fyrirhuguðu virkjanasvæði liggur fyrir en vonast er til að tilraunaboranir hefjist á næsta ári. Tafirnar hafa valdið því að fjármögnun HS Orku er ekki tryggð. „Þegar rætt er við fjárfesta án leyfa er lítið hægt að gera,“ segir Júlíus. Þegar útlit var fyrir að tafir yrðu á afhendingu raforku til álversins í Helguvík fyrr á árinu hægðist á framkvæmdum þar og hafa þær verið með rólegasta móti í sumar. Ekki náðist í Ragnar Guðmundsson, forstjóra Norðuráls, við vinnslu fréttarinnar í gær.- jab
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira