Innlent

Íslensku björgunarmennirnir komnir til Haíti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vélin lenti með Íslendingana um níuleytið að íslenskum tíma. Mynd/ SL.
Vélin lenti með Íslendingana um níuleytið að íslenskum tíma. Mynd/ SL.
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er komin til Haiti. Flugvél Icelandair sem flutti sveitina lenti á flugvellinum í Port au Prince um níuleytið.

Sveitin fór beint í það að afferma vélina. Það gert handvirkt þar sem enginn búnaður er tiltækur á flugvellinum, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Stjórnendur sveitarinnar munu svo hitta fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á svæðinu og mun sveitin vinna í samstarfi við þá.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þegar flogið var yfir borgina hafi blasað við mikil eyðilegging og mannfjöldi sem safnaðist saman á opnum svæðum. Innlendir flugvallarstarfsmenn hafi fagnað komu sveitarinnar og þakkað vel fyrir.

Slysavarnafélagið Landsbjörg þakkar starfsfólki Icelandair, segir það hafa staðið sig afar vel í þessu ferli og séð vel um björgunarsveitina á leið á áfangastað.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×