Höfum ekki efni á að reka norrænt velferðarkerfi 13. janúar 2010 06:30 Uppselt var á skattadag Deloitte í gær og setið í öllum sætum Grand Hótels. Þeir sem ekki fengu pláss í aðalrýminu gátu fylgst með ræðumönnum af skjávarpa í öðrum sal. Fréttablaðið/GVA Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar og aðstæður hér nú eru frábær efniviður fyrir djúpa og langvinna kreppu. Þetta er mat Ragnars Árnasonar, prófessors við hagfræðideild Háskóla Íslands. Ragnar benti á það í erindi sem hann hélt á þéttsetnum skattadegi á vegum Deloitte í gær, að þjóðin stæði nú frammi fyrir dýpstu kreppu sem sést hafi hér frá stofnun lýðveldisins, ef ekki frá byrjun síðustu aldar. Reikna megi með að samanlagður eignabruni þjóðarinnar á fasteigna- og hlutabréfamarkaði frá miðju ári 2007, þegar Úrvalsvísitala Kauphallarinnar náði hámarki, nemi á milli þrjú til fimm þúsund milljörðum króna, sem jafngildi tveimur til þremur vergum landsframleiðslum. Á sama tíma glími þjóðin við meiri erlendar skuldaklyfjar en nokkru sinni. Ragnar sagði erfitt að komast upp úr þessum aðstæðum, í raun standi flestar aðgerðir stjórnvalda í vegi fyrir því. „Ef við sökkvum niður í kreppuna verður æ erfiðara fyrir ríkið að afla tekna á komandi árum,“ sagði hann og lagði áherslu á að við þær aðstæður væri talsverð áhætta á greiðsluþroti ríkisins. Ragnar sagði einu sjáanlegu leiðina út úr vandanum að búa í haginn fyrir hagvöxt. Efla verði fjárfestingu í fjármunum sem muni skapa framleiðslugetu í framtíðinni og gera vinnu ábatasamari svo fólk leiti ekki í svarta atvinnustarfsemi. Ekki megi horfa til næstu fjögurra ára heldur þrjátíu. Þetta megi ýmist gera með því að lækka skatta eða halda þeim óbreyttum frá því sem áður var og bæta rekstrarumhverfið svo fjárfestar sjái hag í því að færa fé í rekstur hér. „Lægri skattar ýta undir atvinnuþátttöku og hagvöxt. Þetta er klassískt ráð gegn kreppu og menn deila ekki um það,“ sagði Ragnar og bætti við að ofan á þetta verði að draga úr útgjöldum ríkissjóðs. „Þetta á við um velferðarkerfið. Við höfum ekki efni á að reka það af svipuðum gæðum og á hinum Norðurlöndunum. Það er að drepa okkur. Við verðum að skera það niður á eins mannúðlegan og hagkvæman hátt og við getum,“ sagði hann. jonab@frettabladid.is Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar og aðstæður hér nú eru frábær efniviður fyrir djúpa og langvinna kreppu. Þetta er mat Ragnars Árnasonar, prófessors við hagfræðideild Háskóla Íslands. Ragnar benti á það í erindi sem hann hélt á þéttsetnum skattadegi á vegum Deloitte í gær, að þjóðin stæði nú frammi fyrir dýpstu kreppu sem sést hafi hér frá stofnun lýðveldisins, ef ekki frá byrjun síðustu aldar. Reikna megi með að samanlagður eignabruni þjóðarinnar á fasteigna- og hlutabréfamarkaði frá miðju ári 2007, þegar Úrvalsvísitala Kauphallarinnar náði hámarki, nemi á milli þrjú til fimm þúsund milljörðum króna, sem jafngildi tveimur til þremur vergum landsframleiðslum. Á sama tíma glími þjóðin við meiri erlendar skuldaklyfjar en nokkru sinni. Ragnar sagði erfitt að komast upp úr þessum aðstæðum, í raun standi flestar aðgerðir stjórnvalda í vegi fyrir því. „Ef við sökkvum niður í kreppuna verður æ erfiðara fyrir ríkið að afla tekna á komandi árum,“ sagði hann og lagði áherslu á að við þær aðstæður væri talsverð áhætta á greiðsluþroti ríkisins. Ragnar sagði einu sjáanlegu leiðina út úr vandanum að búa í haginn fyrir hagvöxt. Efla verði fjárfestingu í fjármunum sem muni skapa framleiðslugetu í framtíðinni og gera vinnu ábatasamari svo fólk leiti ekki í svarta atvinnustarfsemi. Ekki megi horfa til næstu fjögurra ára heldur þrjátíu. Þetta megi ýmist gera með því að lækka skatta eða halda þeim óbreyttum frá því sem áður var og bæta rekstrarumhverfið svo fjárfestar sjái hag í því að færa fé í rekstur hér. „Lægri skattar ýta undir atvinnuþátttöku og hagvöxt. Þetta er klassískt ráð gegn kreppu og menn deila ekki um það,“ sagði Ragnar og bætti við að ofan á þetta verði að draga úr útgjöldum ríkissjóðs. „Þetta á við um velferðarkerfið. Við höfum ekki efni á að reka það af svipuðum gæðum og á hinum Norðurlöndunum. Það er að drepa okkur. Við verðum að skera það niður á eins mannúðlegan og hagkvæman hátt og við getum,“ sagði hann. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira