Framkvæmdastjórn ESB mælir með viðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2010 12:07 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir með því við leiðtoga sambandins að hafnar verði viðræður við Íslendinga um aðild að sambandinu. Íslendingar uppfylli öll helstu skilyrði aðildar en verði að breyta löggjöf sinni varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Hluti efnahagsvanda Íslendinga nú, sé að bankarnir hafi verið einkavinavæddir á sínum tíma. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti leiðtogum sambandsins í morgun að Íslendingar uppfylltu öll helstu skilyrði þess fyrir aðildarviðræðum. Landið væri hluti af Evrópska efnahagssvæðinu sem næði yfir meirihluta regluverks sambandsins. Miðað við aðildarríki sambandsins hefði Íslendingum gengið vel að innleiða regluverk Evrópusambandsins. Í ítarlegri skýrslu til leiðtoganna er meðal annars fjallað um einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Þar er sagt hvernig til stóð að tryggja breitt eignarhald á bönkunum, sem síðar hefði verið fallið frá og einkavinavæðing náð yfirhöndinni. Með pólitískum ákvörðunum hafi bönkunum verið komið í hendur viðskiptasamsteypa sem af lítilli reynslu hafi þanið út bankakerfið. Núverandi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nýskipuð og eru meðmælin með aðildarviðræðum við Íslands ein af hennar fyrstu verkum, en nýr stækkunarstjóri er Stephane Fule frá Tékklandi. Búist er við að leiðtogafundur sambandsins dagana 25. til 26. mars samþykki tillögu framkvæmdastjórnarinnar. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið nær yfir meirihluta regluverks sambandsins. Framvæmdastjórnin segir Íslendinga verða að gera átak í að samræma löggjöf landsins og sambandsins og eða innleiða tilskipanir varðandi sjávarútveg, landbúnað, þróun landsbyggðarinnar, umhverfismál, frjálst flæði fjármagns og fjármálaþjónustu. Þá verði að samræma reglur í tollamálum, skattheimtu, hagtölum, matvælaöryggi sem og stefnuna í plöntu og grænmetismálum ásamt fleiru. Einnig þurfi að auka sjálfstæði dómstóla í landinu og styrkja ferlið við skipan dómara með það fyrir augum að koma í veg fyrir klíkuskap. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir með því við leiðtoga sambandins að hafnar verði viðræður við Íslendinga um aðild að sambandinu. Íslendingar uppfylli öll helstu skilyrði aðildar en verði að breyta löggjöf sinni varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Hluti efnahagsvanda Íslendinga nú, sé að bankarnir hafi verið einkavinavæddir á sínum tíma. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti leiðtogum sambandsins í morgun að Íslendingar uppfylltu öll helstu skilyrði þess fyrir aðildarviðræðum. Landið væri hluti af Evrópska efnahagssvæðinu sem næði yfir meirihluta regluverks sambandsins. Miðað við aðildarríki sambandsins hefði Íslendingum gengið vel að innleiða regluverk Evrópusambandsins. Í ítarlegri skýrslu til leiðtoganna er meðal annars fjallað um einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Þar er sagt hvernig til stóð að tryggja breitt eignarhald á bönkunum, sem síðar hefði verið fallið frá og einkavinavæðing náð yfirhöndinni. Með pólitískum ákvörðunum hafi bönkunum verið komið í hendur viðskiptasamsteypa sem af lítilli reynslu hafi þanið út bankakerfið. Núverandi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nýskipuð og eru meðmælin með aðildarviðræðum við Íslands ein af hennar fyrstu verkum, en nýr stækkunarstjóri er Stephane Fule frá Tékklandi. Búist er við að leiðtogafundur sambandsins dagana 25. til 26. mars samþykki tillögu framkvæmdastjórnarinnar. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið nær yfir meirihluta regluverks sambandsins. Framvæmdastjórnin segir Íslendinga verða að gera átak í að samræma löggjöf landsins og sambandsins og eða innleiða tilskipanir varðandi sjávarútveg, landbúnað, þróun landsbyggðarinnar, umhverfismál, frjálst flæði fjármagns og fjármálaþjónustu. Þá verði að samræma reglur í tollamálum, skattheimtu, hagtölum, matvælaöryggi sem og stefnuna í plöntu og grænmetismálum ásamt fleiru. Einnig þurfi að auka sjálfstæði dómstóla í landinu og styrkja ferlið við skipan dómara með það fyrir augum að koma í veg fyrir klíkuskap.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira