Á annað hundrað milljarðar sparast með evruaðild Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2010 18:45 Utanríkisráðherra segir ávinninginn af því að komast á evrusvæðið spari þjóðinni á annað hundrað milljarða á ári. Hann er sannfærður um að Íslendingar nái það góðum samningi við Evrópusambandið að aðild verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ásmundur Einar Daðason þingmaður Vinstri grænna og formaður Heimssýnar sem berst gegn Evrópusambandsaðild, fullyrðir að Íslendingar séu ekki í eiginlegum samningaviðræðum við Evrópusambandið, heldur aðlögun að sambandinu. Þessi aðlögun sé hafin áður en þjóðin fái að greiða atkvæði um niðurstöðu samningaviðræðna. Utanríkisráðherra segir þetta rangt. Engin aðlögun eigi sér stað umfram það sem EES samningurinn geri ráð fyrir. „Það sem við þurfum að gera er að vera reiðubúin með áætlanir um það hvernig við ætlum að takast á við ákveðnar kröfur sem kynnu að verða niðurstaða samningaviðræðna," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra segist sannfærður um að Íslendingar muni að lokum samþykkja aðildarsamning þegar hann liggi fyrir. En kannanir að undanförnu benda til að meirihluti Íslendinga sé á móti evrópusambandsaðild. Hvernig getur ráðherra þá fullyrt að aðild verði samþykkt? „Vegna þess að ég held að sá samningur sem menn gera verði töluvert betri en menn eru að halda fram núna," segir Össur. Það muni koma í ljós að ýmsar bábyljur sem andstæðingar aðildar hafi haldið fram, t.d. varðandi sjávarútvegsmál séu vitleysa. Þá verði auðveldara að semja um landbúnaðinn en margir haldi fram. „Og það liggur auðvitað alveg ljóst fyrir að ef við gerumst aðilar að evrusvæðinu, sem er auðvitað það sem ég vildi, mun það spara íslensku þjóðinni á annað hundrað milljarða á hverju ári," segir utanríkisráðherra. Á næstu vikum og mánuðum fer fram rýnivinna að hálfu ESB og íslenskra stjórnvalda á löggjöf Íslands og sambandsins. Össur segir að líkur séu á að samningar hefjist um landbúnaðarmál fyrir páska og um sjávarútvegsmálin næsta haust. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Utanríkisráðherra segir ávinninginn af því að komast á evrusvæðið spari þjóðinni á annað hundrað milljarða á ári. Hann er sannfærður um að Íslendingar nái það góðum samningi við Evrópusambandið að aðild verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ásmundur Einar Daðason þingmaður Vinstri grænna og formaður Heimssýnar sem berst gegn Evrópusambandsaðild, fullyrðir að Íslendingar séu ekki í eiginlegum samningaviðræðum við Evrópusambandið, heldur aðlögun að sambandinu. Þessi aðlögun sé hafin áður en þjóðin fái að greiða atkvæði um niðurstöðu samningaviðræðna. Utanríkisráðherra segir þetta rangt. Engin aðlögun eigi sér stað umfram það sem EES samningurinn geri ráð fyrir. „Það sem við þurfum að gera er að vera reiðubúin með áætlanir um það hvernig við ætlum að takast á við ákveðnar kröfur sem kynnu að verða niðurstaða samningaviðræðna," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra segist sannfærður um að Íslendingar muni að lokum samþykkja aðildarsamning þegar hann liggi fyrir. En kannanir að undanförnu benda til að meirihluti Íslendinga sé á móti evrópusambandsaðild. Hvernig getur ráðherra þá fullyrt að aðild verði samþykkt? „Vegna þess að ég held að sá samningur sem menn gera verði töluvert betri en menn eru að halda fram núna," segir Össur. Það muni koma í ljós að ýmsar bábyljur sem andstæðingar aðildar hafi haldið fram, t.d. varðandi sjávarútvegsmál séu vitleysa. Þá verði auðveldara að semja um landbúnaðinn en margir haldi fram. „Og það liggur auðvitað alveg ljóst fyrir að ef við gerumst aðilar að evrusvæðinu, sem er auðvitað það sem ég vildi, mun það spara íslensku þjóðinni á annað hundrað milljarða á hverju ári," segir utanríkisráðherra. Á næstu vikum og mánuðum fer fram rýnivinna að hálfu ESB og íslenskra stjórnvalda á löggjöf Íslands og sambandsins. Össur segir að líkur séu á að samningar hefjist um landbúnaðarmál fyrir páska og um sjávarútvegsmálin næsta haust.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira