Innlent

Sinnaðist við félagana og stal bílnum þeirra

Maður var handtekinn aðfaranótt laugardags fyrir að hafa stolið bifreið sem var við sumarbústað í ofanverðum Biskupstungum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi dvalið í bústaðnum ásamt fleira fólki. Honum sinnaðist við félaga sína og hélt á brott á bifreiðinni sem hafði verið skilin eftir með lykli í kveikjulásnum.

„Á leið frá bústaðnum ók maðurinn á hlið," segir í tilkynningu lögreglu. „Við áreksturinn skemmdist hliðið og bifreiðin talsvert".

Lögreglan fann manninn síðan á göngu fyrir ofan Reykholt í Biskupstungum og fannst bifreiðin þar skammt frá. „Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu þar sem hann gekkst við nytjastuldi og að hafa valdið tjóni á bifreiðinni og hliðinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×