Slysagildrur í nýju hverfi 6. ágúst 2010 07:00 Ástríður Sigvaldadóttir og Lilja Friðvinsdóttir, íbúar í Gerplustræti 25, við einn ókláraðan húsgrunninn. mynd/arnþór Það þarf ekki nema örlitla hálku á veginum til þess að steypast ofan í," segir Ástríður Sigvaldadóttir, íbúi í Gerplustræti í Helgafellslandi í Mosfellsbæ, um risastóran húsgrunn í nágrenni heimili hennar. Við Gerplustræti stendur eitt fjölbýlishús með 24 íbúðum þar sem 15 standa auðar. Húsið var byggt árið 2008 og hafa flestir íbúar búið þar í ár eða lengur. Engin lýsing er fyrir framan húsið og ókláraðir húsgrunnar umkringja svæðið. Einn slíkur stendur í vesturátt, fyrir neðan hringtorg og er um 6 metra djúpur. „Þetta er lífshættulegt, bæði fyrir börn og fullorðna," segir Ástríður sem kveðst ítrekað hafa séð fólk stela öllu steini léttara úr húsgrunnunum, sem áður voru fullir af timbri og rörum, en standa nú nær tómir. „Ég hringdi svo í lögregluna þegar ég sá krakka vera að leika sér ofan á leikskólanum," segir hún. „En þar sem engin lögregla er í Mosfellsbæ lengur tók það hana 33 mínútur að koma á staðinn." Áslaug segist dauðhrædd við að hleypa barnabörnum sínum út einum síns liðs og slysagildrur vera alls staðar. Hún hefur ítrekað biðlað til bæjarins um úrbætur en fær þau viðbrögð að slíkt sé í höndum verktakanna. Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar, segir bæinn hafa þrýst á Helgafellsbyggingar, verktaka sem standa að framkvæmdunum, að ljúka verkunum. Þeir hafi lofað að ljúka frágangi í sumar. „Samningar við fyrirtækið eru í uppnámi og það er í raun ekkert hægt að gera af hálfu bæjarins í þessu máli annað en að þrýsta á þá," segir Jóhanna. „En þetta er ekki eini staðurinn þar sem svona er ástatt - víða er ástandið mun verra." Leikskólinn á svæðinu stendur nú auður. Mosfellsbær lét fjarlægja tvö af fimm timburhúsum sem hýstu stofnunina í júlí. Ekki hefur verið gengið frá svæðinu undir húsunum og liggja þar brotin rör og rafmagnsvírar við hliðina á leiktækjum ætluðum börnum. Svæðið er ekki girt af. Frágangur við leikskólann er alfarið í höndum bæjarins og ekkert hefur verið aðhafst fram að þessu. sunna@frettabladid.i1s Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Það þarf ekki nema örlitla hálku á veginum til þess að steypast ofan í," segir Ástríður Sigvaldadóttir, íbúi í Gerplustræti í Helgafellslandi í Mosfellsbæ, um risastóran húsgrunn í nágrenni heimili hennar. Við Gerplustræti stendur eitt fjölbýlishús með 24 íbúðum þar sem 15 standa auðar. Húsið var byggt árið 2008 og hafa flestir íbúar búið þar í ár eða lengur. Engin lýsing er fyrir framan húsið og ókláraðir húsgrunnar umkringja svæðið. Einn slíkur stendur í vesturátt, fyrir neðan hringtorg og er um 6 metra djúpur. „Þetta er lífshættulegt, bæði fyrir börn og fullorðna," segir Ástríður sem kveðst ítrekað hafa séð fólk stela öllu steini léttara úr húsgrunnunum, sem áður voru fullir af timbri og rörum, en standa nú nær tómir. „Ég hringdi svo í lögregluna þegar ég sá krakka vera að leika sér ofan á leikskólanum," segir hún. „En þar sem engin lögregla er í Mosfellsbæ lengur tók það hana 33 mínútur að koma á staðinn." Áslaug segist dauðhrædd við að hleypa barnabörnum sínum út einum síns liðs og slysagildrur vera alls staðar. Hún hefur ítrekað biðlað til bæjarins um úrbætur en fær þau viðbrögð að slíkt sé í höndum verktakanna. Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar, segir bæinn hafa þrýst á Helgafellsbyggingar, verktaka sem standa að framkvæmdunum, að ljúka verkunum. Þeir hafi lofað að ljúka frágangi í sumar. „Samningar við fyrirtækið eru í uppnámi og það er í raun ekkert hægt að gera af hálfu bæjarins í þessu máli annað en að þrýsta á þá," segir Jóhanna. „En þetta er ekki eini staðurinn þar sem svona er ástatt - víða er ástandið mun verra." Leikskólinn á svæðinu stendur nú auður. Mosfellsbær lét fjarlægja tvö af fimm timburhúsum sem hýstu stofnunina í júlí. Ekki hefur verið gengið frá svæðinu undir húsunum og liggja þar brotin rör og rafmagnsvírar við hliðina á leiktækjum ætluðum börnum. Svæðið er ekki girt af. Frágangur við leikskólann er alfarið í höndum bæjarins og ekkert hefur verið aðhafst fram að þessu. sunna@frettabladid.i1s
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira