Umfjöllun: Gylfi skaut Íslandi á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Edinborg skrifar 11. október 2010 15:42 Mynd/Valli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö glæsileg mörk gegn Skotum á Easter Road í kvöld og skaut íslenska U-21 árs liðinu í úrslitakeppni EM næsta sumar.Það þarf varla að hafa mörg orð um hversu merkilegur árangur það er. Aðeins átta bestu þjóðir Evrópu í þessum aldursflokki komast í lokamótið og Ísland er í þeim hópi. Það, eitt og sér, er eitt merkasta íþróttaafrek sem unnið hefur verið af Íslendingum. En lengi vel var útlitið nokkuð dökkt í kvöld. Skotum dugði 1-0 sigur til að komast áfram og þeir mættu gríðarlega öflugir til leiks. Það var allt annað að sjá til liðsins en á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn þar sem hægt var að undrast á að liðið hefði unnið sinn riðil og komist þetta langt í keppninni. En í kvöld sýndu Skotar að þeir eru með hörkulið. Þeir komu íslenska liðinu í opna skjöldu í fyrri hálfleik og voru strákarnir einfaldlega stálheppnir að sleppa inn í leikhléið án þess að hafa fengið á sig mark. Hættulegasta sóknaraðgerð Skotanna kom á fimmtándu mínútu. Þeir komust í skyndisókn eftir að Ísland tók hornspyrnu. Jamie Murphy, sem skoraði mark Skota á Laugardalsvellinum, náði að komast inn fyrir aftasta varnarmann íslenska liðsins, Hjört Loga Valgarðsson, og skjóta í stöngina. Annar leikmaður Skota náði frákastinu og skaut að marki en í þetta sinn varði Andrés Már Jóhannesson á marklínu. Þriðja marktilraunin kom strax á eftir - bakfallsspyrna en boltinn fór framhjá. Skotarnir voru mjög grimmir í sínum sóknaraðgerðum en sem betur fer voru þeir of ragir við að klára færin með almennilegum Skotum. Þrátt fyrir allt átti Ísland fleiri marktilraunir en Skotar í fyrri hálfleiknum. Gylfi Þór Sigurðsson átti laglegan sprett upp miðjan völlinn snemma leiks sem lauk með ágætu skoti og Aron Einar Gunnarsson átti tvær ágætar skottilraunir af löngu færi. Eyjólfur Sverrisson sýndi í seinni hálfleik að hann er klókur þjálfari. Íslenska liðinu tókst að stöðva uppspil Skotanna að stóru leyti og vann sig inn í leikinn hægt og rólega. Strákarnir fóru að spila betur, voru rólegri í sínum aðgerðum og yfirvegaðir. En færin voru þó fá. Það var ekki fyrr en að rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka að Gylfi Þór tók til sinna mála og braut ísinn. Hann fékk boltann á hættulegum stað og var fljótur að færa sér það í nyt og skoraði afar laglegt mark með glæsilegu skoti. Skotar tóku miðju og áttuðu sig á því að Arnar Darri Pétursson stóð heldur langt frá sínu marki. Chris Maguire lét vaða aog náði að setja boltann yfir Arnar Darra og í markið. En aðeins fimm mínútum síðar tók Gylfi aftur til sinna mála og í aftur „klíndi“ hann boltanum efst í markhornið með bylmingsskoti. Hann hafði haft fremur rólegt um sig lengst af í leiknum en hann sýndi með þessum tveimur mörkum af hverju hann er orðinn einn dýrasti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi. En þegar uppi er staðið skiptir það litlu sem engu máli hvort strákarnir spiluðu vel eða ekki í kvöld. Þeir gerðu nóg til að klára sitt og tryggja farseðilinn til Danmerkur. Þar með var unnið mikið afrek sem mun sjálfsagt vekja athygli víða í knattspyrnuheiminum. Skotland – Ísland 1-2 0-1 Gylfi Þór Sigurðsson (74.) 1-1 Chris Maguire (75.) 1-2 Gylfi Þór Sigurðsson (80.) Easter Road. Áhorfendur: 12.320 Dómari: Markus Strömbergsson, Svíþjóð (8) Skot (á mark): 13–14 (6-7) Varin skot: Martin 5 – Arnar Darri 3 Hornspyrnur: 5–5 Aukaspyrnur fengnar: 11–14 Rangstöður: 0–1Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Skotland U-21 - Ísland U-21. Fótbolti Tengdar fréttir Gylfi Þór: Vissi að hann færi í samúel Blaðamaður Vísis hitti skælbrosandi Gylfa Þór Sigurðsson eftir sigurinn glæsilega á Skotum í Edinborg í kvöld. 11. október 2010 22:23 Bjarni Þór: Ætlum ekki að vera farþegar í Danmörku „Ég er afar stoltur fyrirliði í dag,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson eftir að Ísland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni U-21 liða sem fer fram í Danmörku á næsta ári. 11. október 2010 22:44 Eyjólfur: Við erum ekki búnir Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári. 11. október 2010 22:14 Hjörtur Logi: Þetta var mjög erfitt „Skotarnir mættu afar ákveðnir til leiks í kvöld og þetta var mjög erfitt,“ sagði FH-ingurinn Hjörtur Logi Valgarðsson eftir 2-1 sigur Íslands á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:48 Jóhann Berg: Besta tilfinning sem ég hef upplifað „Þetta er sú allra besta tilfinning sem ég hef upplifað á minni ævi,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, eftir sigurinn góða á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:33 Rúrik: Einstaklega ljúft „Það var erfitt að spila á þessum útivelli og vita að þeim hefði dugað 1-0 sigur til að komast áfram,“ sagði Rúrik Gíslason eftir sigur Íslands á Skotlandi í kvöld. 11. október 2010 22:41 Guðlaugur Victor: Draumur að rætast „Tilfinningin er alveg ótrúleg og það var draumur að rætast hér í kvöld,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Liverpool, eftir sigur Íslands á Skotum. 11. október 2010 22:29 Kolbeinn: Íslendingar eiga að vera stoltir af þessum árangri Kolbeinn Sigþórsson þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik í leik Íslands og Skotlands í kvöld. Hann var tæpur fyrir leikinn en ákveðið var að láta reyna á meiðslin. 11. október 2010 22:34 Aron Einar: Toppurinn á tilverunni „Þetta er ólýsanlegt. Mér hefur aldrei liðið svona áður. Þetta er toppurinn á tilverunni og maður lifir fyrir svona augnablik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. 11. október 2010 22:56 Eggert Gunnþór: Hlakka til að rífa kjaft á æfingu Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts og íslenska U-21 landsliðsins, var hæstánægður eftir sigur landsliðsins á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:52 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö glæsileg mörk gegn Skotum á Easter Road í kvöld og skaut íslenska U-21 árs liðinu í úrslitakeppni EM næsta sumar.Það þarf varla að hafa mörg orð um hversu merkilegur árangur það er. Aðeins átta bestu þjóðir Evrópu í þessum aldursflokki komast í lokamótið og Ísland er í þeim hópi. Það, eitt og sér, er eitt merkasta íþróttaafrek sem unnið hefur verið af Íslendingum. En lengi vel var útlitið nokkuð dökkt í kvöld. Skotum dugði 1-0 sigur til að komast áfram og þeir mættu gríðarlega öflugir til leiks. Það var allt annað að sjá til liðsins en á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn þar sem hægt var að undrast á að liðið hefði unnið sinn riðil og komist þetta langt í keppninni. En í kvöld sýndu Skotar að þeir eru með hörkulið. Þeir komu íslenska liðinu í opna skjöldu í fyrri hálfleik og voru strákarnir einfaldlega stálheppnir að sleppa inn í leikhléið án þess að hafa fengið á sig mark. Hættulegasta sóknaraðgerð Skotanna kom á fimmtándu mínútu. Þeir komust í skyndisókn eftir að Ísland tók hornspyrnu. Jamie Murphy, sem skoraði mark Skota á Laugardalsvellinum, náði að komast inn fyrir aftasta varnarmann íslenska liðsins, Hjört Loga Valgarðsson, og skjóta í stöngina. Annar leikmaður Skota náði frákastinu og skaut að marki en í þetta sinn varði Andrés Már Jóhannesson á marklínu. Þriðja marktilraunin kom strax á eftir - bakfallsspyrna en boltinn fór framhjá. Skotarnir voru mjög grimmir í sínum sóknaraðgerðum en sem betur fer voru þeir of ragir við að klára færin með almennilegum Skotum. Þrátt fyrir allt átti Ísland fleiri marktilraunir en Skotar í fyrri hálfleiknum. Gylfi Þór Sigurðsson átti laglegan sprett upp miðjan völlinn snemma leiks sem lauk með ágætu skoti og Aron Einar Gunnarsson átti tvær ágætar skottilraunir af löngu færi. Eyjólfur Sverrisson sýndi í seinni hálfleik að hann er klókur þjálfari. Íslenska liðinu tókst að stöðva uppspil Skotanna að stóru leyti og vann sig inn í leikinn hægt og rólega. Strákarnir fóru að spila betur, voru rólegri í sínum aðgerðum og yfirvegaðir. En færin voru þó fá. Það var ekki fyrr en að rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka að Gylfi Þór tók til sinna mála og braut ísinn. Hann fékk boltann á hættulegum stað og var fljótur að færa sér það í nyt og skoraði afar laglegt mark með glæsilegu skoti. Skotar tóku miðju og áttuðu sig á því að Arnar Darri Pétursson stóð heldur langt frá sínu marki. Chris Maguire lét vaða aog náði að setja boltann yfir Arnar Darra og í markið. En aðeins fimm mínútum síðar tók Gylfi aftur til sinna mála og í aftur „klíndi“ hann boltanum efst í markhornið með bylmingsskoti. Hann hafði haft fremur rólegt um sig lengst af í leiknum en hann sýndi með þessum tveimur mörkum af hverju hann er orðinn einn dýrasti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi. En þegar uppi er staðið skiptir það litlu sem engu máli hvort strákarnir spiluðu vel eða ekki í kvöld. Þeir gerðu nóg til að klára sitt og tryggja farseðilinn til Danmerkur. Þar með var unnið mikið afrek sem mun sjálfsagt vekja athygli víða í knattspyrnuheiminum. Skotland – Ísland 1-2 0-1 Gylfi Þór Sigurðsson (74.) 1-1 Chris Maguire (75.) 1-2 Gylfi Þór Sigurðsson (80.) Easter Road. Áhorfendur: 12.320 Dómari: Markus Strömbergsson, Svíþjóð (8) Skot (á mark): 13–14 (6-7) Varin skot: Martin 5 – Arnar Darri 3 Hornspyrnur: 5–5 Aukaspyrnur fengnar: 11–14 Rangstöður: 0–1Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Skotland U-21 - Ísland U-21.
Fótbolti Tengdar fréttir Gylfi Þór: Vissi að hann færi í samúel Blaðamaður Vísis hitti skælbrosandi Gylfa Þór Sigurðsson eftir sigurinn glæsilega á Skotum í Edinborg í kvöld. 11. október 2010 22:23 Bjarni Þór: Ætlum ekki að vera farþegar í Danmörku „Ég er afar stoltur fyrirliði í dag,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson eftir að Ísland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni U-21 liða sem fer fram í Danmörku á næsta ári. 11. október 2010 22:44 Eyjólfur: Við erum ekki búnir Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári. 11. október 2010 22:14 Hjörtur Logi: Þetta var mjög erfitt „Skotarnir mættu afar ákveðnir til leiks í kvöld og þetta var mjög erfitt,“ sagði FH-ingurinn Hjörtur Logi Valgarðsson eftir 2-1 sigur Íslands á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:48 Jóhann Berg: Besta tilfinning sem ég hef upplifað „Þetta er sú allra besta tilfinning sem ég hef upplifað á minni ævi,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, eftir sigurinn góða á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:33 Rúrik: Einstaklega ljúft „Það var erfitt að spila á þessum útivelli og vita að þeim hefði dugað 1-0 sigur til að komast áfram,“ sagði Rúrik Gíslason eftir sigur Íslands á Skotlandi í kvöld. 11. október 2010 22:41 Guðlaugur Victor: Draumur að rætast „Tilfinningin er alveg ótrúleg og það var draumur að rætast hér í kvöld,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Liverpool, eftir sigur Íslands á Skotum. 11. október 2010 22:29 Kolbeinn: Íslendingar eiga að vera stoltir af þessum árangri Kolbeinn Sigþórsson þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik í leik Íslands og Skotlands í kvöld. Hann var tæpur fyrir leikinn en ákveðið var að láta reyna á meiðslin. 11. október 2010 22:34 Aron Einar: Toppurinn á tilverunni „Þetta er ólýsanlegt. Mér hefur aldrei liðið svona áður. Þetta er toppurinn á tilverunni og maður lifir fyrir svona augnablik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. 11. október 2010 22:56 Eggert Gunnþór: Hlakka til að rífa kjaft á æfingu Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts og íslenska U-21 landsliðsins, var hæstánægður eftir sigur landsliðsins á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:52 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
Gylfi Þór: Vissi að hann færi í samúel Blaðamaður Vísis hitti skælbrosandi Gylfa Þór Sigurðsson eftir sigurinn glæsilega á Skotum í Edinborg í kvöld. 11. október 2010 22:23
Bjarni Þór: Ætlum ekki að vera farþegar í Danmörku „Ég er afar stoltur fyrirliði í dag,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson eftir að Ísland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni U-21 liða sem fer fram í Danmörku á næsta ári. 11. október 2010 22:44
Eyjólfur: Við erum ekki búnir Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári. 11. október 2010 22:14
Hjörtur Logi: Þetta var mjög erfitt „Skotarnir mættu afar ákveðnir til leiks í kvöld og þetta var mjög erfitt,“ sagði FH-ingurinn Hjörtur Logi Valgarðsson eftir 2-1 sigur Íslands á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:48
Jóhann Berg: Besta tilfinning sem ég hef upplifað „Þetta er sú allra besta tilfinning sem ég hef upplifað á minni ævi,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, eftir sigurinn góða á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:33
Rúrik: Einstaklega ljúft „Það var erfitt að spila á þessum útivelli og vita að þeim hefði dugað 1-0 sigur til að komast áfram,“ sagði Rúrik Gíslason eftir sigur Íslands á Skotlandi í kvöld. 11. október 2010 22:41
Guðlaugur Victor: Draumur að rætast „Tilfinningin er alveg ótrúleg og það var draumur að rætast hér í kvöld,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Liverpool, eftir sigur Íslands á Skotum. 11. október 2010 22:29
Kolbeinn: Íslendingar eiga að vera stoltir af þessum árangri Kolbeinn Sigþórsson þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik í leik Íslands og Skotlands í kvöld. Hann var tæpur fyrir leikinn en ákveðið var að láta reyna á meiðslin. 11. október 2010 22:34
Aron Einar: Toppurinn á tilverunni „Þetta er ólýsanlegt. Mér hefur aldrei liðið svona áður. Þetta er toppurinn á tilverunni og maður lifir fyrir svona augnablik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. 11. október 2010 22:56
Eggert Gunnþór: Hlakka til að rífa kjaft á æfingu Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts og íslenska U-21 landsliðsins, var hæstánægður eftir sigur landsliðsins á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:52