Umfjöllun: Öruggur sigur hjá KR gegn Fylki Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. september 2010 00:01 Lítið var undir fyrir leik KR og Fylkis í Frostaskjólinu í dag. Fylkismenn voru búnir að tryggja sæti sitt í deildinni en gátu þó með sigri lyft sér upp fyrir Stjörnuna ásamt því að KR var með nánast öruggt Evrópusæti en gátu tryggt það með sigri. Leikurinn hófst rólega en KR skoruðu þó á 9. Mínútu og var þar að verki Egill Jónsson miðjumaðurinn ungi. Fyrirgjöf kom eftir stutt horn á Baldur Sigurðsson sem lagði boltann út á Egil og hann skaut frá vítateignum í fjærhornið eftir að Fjalar hafði haft hönd í boltanum. KR ógnuðu með góðum skotum í fyrri hálfleik en náðu ekki að bæta við, Fylkismenn sýndu lítið fram á við en spurning er hvort þeir hefðu átt að fá víti þegar Tómas Þorsteinsson fór niður í teignum en Þóroddur Hjaltalín flautaði ekki. Fylkismenn komu hinsvegar grimmir í seinni hálfleik og pressuðu KR vel og náðu að skora mark á 62. Mínútu en það var dæmt af, Andrés Már Jóhannesson skallaði þá áfram eftir að Valur Fannar hafði fleytt boltanum áfram en Þóroddur dæmdi brot á Val. Það reyndist ansi dýrkeypt því KR brunuðu í sókn og skoruðu annað mark sitt, Bjarni Guðjónsson átti góða sendingu á Kjartan Henry Finnbogason sem sendi boltann fyrir og Guðjón Baldvinsson var mættur og setti boltann örugglega framhjá Fjalari. Eftir þetta fór pirringur að komast í Fylkismenn og uppskar Ásgeir Börkur Ásgeirsson sitt þriðja rauða spjald í sumar þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir að hafa brotið á Bjarna Guðjónssyni. Þá var þetta engin spurning og bætti Baldur við marki á 83. Mínútu þegar hann fékk góða sendingu inn fyrir, lék á Fjalar og virtist vera að missa boltann útaf en náði að renna sér í hann og setja hann í autt netið. KR unnu því leikinn og gulltryggðu sæti sitt í Evrópudeildinni á næsta ári, spilamennska þeirra undir stjórn Rúnars Kristinssonar var allt annað heldur en framan af sumri og hljóta leikmenn KR að naga sig í handarbökin þegar þeir misstu öll þessi stig í byrjun. Fylkismenn hljóta hinsvegar að vera svekktir eftir frábært sumar í fyrra náðu þeir ekki að fylgja eftir og voru lengi í fallbaráttu en náðu stigunum og bíða því spenntir eftir næsta sumri. KR 3 - 0 Fylkir1-0 Egill Jónsson(9.) 2-0 Guðjón Baldvinsson(64.) 3-0 Baldur Sigurðsson( 83.) Áhorfendur: 1111 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7 Skot (á mark): 12 - 9 ( 6- 4) Varin skot: Lars Ivar Moldskred 4 – Fjalar Þorgeirsson 2 Horn: 5 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 15 - 14 Rangstöður: 2 -8 KR (4-2-3-1 ) Lars Ivan Moldskred 6 Dofri Snorrason 6 (83. Auðunn Örn Gylfason) Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 (83. Hróar Sigurðsson) Egill Jónsson 7 Bjarni Eggerts Guðjónsson 6 Kjartan Henry Finnbogason 7 (84. Davíð Einarsson) Baldur Sigurðsson 7 maður leiksins Viktor Bjarki Arnarsson 5 Guðjón Baldvinsson 6 Fylkir (4 -5 -1 )Fjalar Þorgeirsson 5 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 (86. Ólafur Ingi Stígsson ) Kristján Valdimarsson 5 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ingimundur Níels Óskarsson 4 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 4 Valur Fannar Gíslason 5 Andrés Már Jóhannesson 6 (66. Andri Már Hermannsson 4) Tómas Þorsteinsson 6 Jóhann Þórhallsson 4 (66. Friðrik Ingi Þráinsson 4) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: KR - Fylkir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Lítið var undir fyrir leik KR og Fylkis í Frostaskjólinu í dag. Fylkismenn voru búnir að tryggja sæti sitt í deildinni en gátu þó með sigri lyft sér upp fyrir Stjörnuna ásamt því að KR var með nánast öruggt Evrópusæti en gátu tryggt það með sigri. Leikurinn hófst rólega en KR skoruðu þó á 9. Mínútu og var þar að verki Egill Jónsson miðjumaðurinn ungi. Fyrirgjöf kom eftir stutt horn á Baldur Sigurðsson sem lagði boltann út á Egil og hann skaut frá vítateignum í fjærhornið eftir að Fjalar hafði haft hönd í boltanum. KR ógnuðu með góðum skotum í fyrri hálfleik en náðu ekki að bæta við, Fylkismenn sýndu lítið fram á við en spurning er hvort þeir hefðu átt að fá víti þegar Tómas Þorsteinsson fór niður í teignum en Þóroddur Hjaltalín flautaði ekki. Fylkismenn komu hinsvegar grimmir í seinni hálfleik og pressuðu KR vel og náðu að skora mark á 62. Mínútu en það var dæmt af, Andrés Már Jóhannesson skallaði þá áfram eftir að Valur Fannar hafði fleytt boltanum áfram en Þóroddur dæmdi brot á Val. Það reyndist ansi dýrkeypt því KR brunuðu í sókn og skoruðu annað mark sitt, Bjarni Guðjónsson átti góða sendingu á Kjartan Henry Finnbogason sem sendi boltann fyrir og Guðjón Baldvinsson var mættur og setti boltann örugglega framhjá Fjalari. Eftir þetta fór pirringur að komast í Fylkismenn og uppskar Ásgeir Börkur Ásgeirsson sitt þriðja rauða spjald í sumar þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir að hafa brotið á Bjarna Guðjónssyni. Þá var þetta engin spurning og bætti Baldur við marki á 83. Mínútu þegar hann fékk góða sendingu inn fyrir, lék á Fjalar og virtist vera að missa boltann útaf en náði að renna sér í hann og setja hann í autt netið. KR unnu því leikinn og gulltryggðu sæti sitt í Evrópudeildinni á næsta ári, spilamennska þeirra undir stjórn Rúnars Kristinssonar var allt annað heldur en framan af sumri og hljóta leikmenn KR að naga sig í handarbökin þegar þeir misstu öll þessi stig í byrjun. Fylkismenn hljóta hinsvegar að vera svekktir eftir frábært sumar í fyrra náðu þeir ekki að fylgja eftir og voru lengi í fallbaráttu en náðu stigunum og bíða því spenntir eftir næsta sumri. KR 3 - 0 Fylkir1-0 Egill Jónsson(9.) 2-0 Guðjón Baldvinsson(64.) 3-0 Baldur Sigurðsson( 83.) Áhorfendur: 1111 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7 Skot (á mark): 12 - 9 ( 6- 4) Varin skot: Lars Ivar Moldskred 4 – Fjalar Þorgeirsson 2 Horn: 5 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 15 - 14 Rangstöður: 2 -8 KR (4-2-3-1 ) Lars Ivan Moldskred 6 Dofri Snorrason 6 (83. Auðunn Örn Gylfason) Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 (83. Hróar Sigurðsson) Egill Jónsson 7 Bjarni Eggerts Guðjónsson 6 Kjartan Henry Finnbogason 7 (84. Davíð Einarsson) Baldur Sigurðsson 7 maður leiksins Viktor Bjarki Arnarsson 5 Guðjón Baldvinsson 6 Fylkir (4 -5 -1 )Fjalar Þorgeirsson 5 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 (86. Ólafur Ingi Stígsson ) Kristján Valdimarsson 5 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ingimundur Níels Óskarsson 4 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 4 Valur Fannar Gíslason 5 Andrés Már Jóhannesson 6 (66. Andri Már Hermannsson 4) Tómas Þorsteinsson 6 Jóhann Þórhallsson 4 (66. Friðrik Ingi Þráinsson 4) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: KR - Fylkir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira