Akureyrarbær sýknaður af kröfu slökkviliðsmanns 18. febrúar 2010 17:31 Mynd úr safni. Hæstiréttur Íslands snéri við úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra þar sem Akureyrarbæ var gert að greiða slökkviliðsmanni rúmlega tvær milljónir króna eftir að hann réði sig sem slökkviliðsmaður á Akureyri árið 2007. Maðurinn var áður starfsmaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu en hann sagði upp og flutti fjölskyldu sína til Akureyrar. Um atvik í framhaldi af þessu bar mjög í milli með aðilum, en maðurinn mætti ekki á fyrirhugaða vakt í maí 2007. Höfðaði hann mál á hendur Akureyri og krafðist bóta vegna riftunar á ráðningarsamningi. Fram kom í málinu að maðurinn hefði í apríl 2007 heyrt orðróm þess efnis að hann væri ekki velkominn til starfa hjá slökkviliði Akureyrar. Maðurinn kannaðist við að slökkviliðsstjórinn hefði hringt til sín eftir að hafa hitt að máli eiginkonu hans síðla í apríl 2007. Ágreiningur var um efni þessara samtala, en slökkviliðsmaðurinn og eiginkona hans báru fyrir dómi að rætt hefði verið um að þau væru leið yfir því að hann væri ekki velkominn til starfa. Slökkviliðsstjórinn bar að hann hefði beðið slökkviliðsmanninn í símtali þeirra að segja sér í síðasta lagi 30. apríl 2007 hvort hann kæmi til starfa. Var lagt til grundvallar að þessi orð hefðu fallið í samtalinu. Talið var að ekki hefði verið leitt í ljós að kvittur um að slökkviliðsmaðurinn væri ekki velkominn til starfa hefði verið frá slökkviliðinu kominn. Maðurinn snéri sér ekki til slökkviliðsstjórans til að grennslast fyrir um stöðu sína heldur fékk hann varabæjarfulltrúa til að kanna þennan orðróm í byrjun maí. Þá hafði slökkviliðsmaðurinn látið hjá líða að tilkynna fyrir 30. apríl 2007 hvort hann kæmi til starfa og jafnframt hefði honum verið kunnugt um að reynt hefði verið eftir það að ná til hans símleiðis. Slökkviliðsstjórinn hefði ennfremur fengið upplýsingar um að slökkviliðsmaðurinn hefði dregið uppsögn sína til baka hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hæstiréttur taldi að fella yrði á slökkviliðsmanninn sönnunarbyrði fyrir því að hann hefði þegar hann loks hringdi í slökkviliðsstjórann í maí 2007 í reynd ætlað að staðfesta komu sína til starfa næsta dag og að honum hefði verið það kleift vegna ráðningarsambands á öðrum vettvangi. Þeirri sönnunarbyrði hefði slökkviliðsmaðurinn ekki fullnægt og var því ekki fallist á með honum að slökkviliðsstjórinn hefði ranglega hafnað vinnuframlagi hans. Ekki væri unnt að líta svo á að slökkviliðsstjóra hefði borið að aðhafast eitthvað frekar til að ganga úr skugga um hvað maðurinn hygðist gera. Því var Akureyrarbær sýknaður. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Hæstiréttur Íslands snéri við úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra þar sem Akureyrarbæ var gert að greiða slökkviliðsmanni rúmlega tvær milljónir króna eftir að hann réði sig sem slökkviliðsmaður á Akureyri árið 2007. Maðurinn var áður starfsmaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu en hann sagði upp og flutti fjölskyldu sína til Akureyrar. Um atvik í framhaldi af þessu bar mjög í milli með aðilum, en maðurinn mætti ekki á fyrirhugaða vakt í maí 2007. Höfðaði hann mál á hendur Akureyri og krafðist bóta vegna riftunar á ráðningarsamningi. Fram kom í málinu að maðurinn hefði í apríl 2007 heyrt orðróm þess efnis að hann væri ekki velkominn til starfa hjá slökkviliði Akureyrar. Maðurinn kannaðist við að slökkviliðsstjórinn hefði hringt til sín eftir að hafa hitt að máli eiginkonu hans síðla í apríl 2007. Ágreiningur var um efni þessara samtala, en slökkviliðsmaðurinn og eiginkona hans báru fyrir dómi að rætt hefði verið um að þau væru leið yfir því að hann væri ekki velkominn til starfa. Slökkviliðsstjórinn bar að hann hefði beðið slökkviliðsmanninn í símtali þeirra að segja sér í síðasta lagi 30. apríl 2007 hvort hann kæmi til starfa. Var lagt til grundvallar að þessi orð hefðu fallið í samtalinu. Talið var að ekki hefði verið leitt í ljós að kvittur um að slökkviliðsmaðurinn væri ekki velkominn til starfa hefði verið frá slökkviliðinu kominn. Maðurinn snéri sér ekki til slökkviliðsstjórans til að grennslast fyrir um stöðu sína heldur fékk hann varabæjarfulltrúa til að kanna þennan orðróm í byrjun maí. Þá hafði slökkviliðsmaðurinn látið hjá líða að tilkynna fyrir 30. apríl 2007 hvort hann kæmi til starfa og jafnframt hefði honum verið kunnugt um að reynt hefði verið eftir það að ná til hans símleiðis. Slökkviliðsstjórinn hefði ennfremur fengið upplýsingar um að slökkviliðsmaðurinn hefði dregið uppsögn sína til baka hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hæstiréttur taldi að fella yrði á slökkviliðsmanninn sönnunarbyrði fyrir því að hann hefði þegar hann loks hringdi í slökkviliðsstjórann í maí 2007 í reynd ætlað að staðfesta komu sína til starfa næsta dag og að honum hefði verið það kleift vegna ráðningarsambands á öðrum vettvangi. Þeirri sönnunarbyrði hefði slökkviliðsmaðurinn ekki fullnægt og var því ekki fallist á með honum að slökkviliðsstjórinn hefði ranglega hafnað vinnuframlagi hans. Ekki væri unnt að líta svo á að slökkviliðsstjóra hefði borið að aðhafast eitthvað frekar til að ganga úr skugga um hvað maðurinn hygðist gera. Því var Akureyrarbær sýknaður.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira